Úrval - 01.10.1952, Page 113

Úrval - 01.10.1952, Page 113
Á FYRIRLESTRARFERÐ 111 í hana! hrópaði ég til forstjór- ans. Hún er að búa sig til stökks, hún ætlar að rífa úr mér garnirnar! Hafið skamm- byssuna tilbúna, ef hún skyldi slíta sig lausa! Forstjórinn hlýtur að hafa verið orðinn taugaóstyrkur sjálfur, hann kippti hýenunni til sín — bandið slitnaði og dýr- ið smaug milli fóta hans. Kon- ur og börn skræktu og helm- ingur’ áhorfendanna reis á fæt- ur. Það var mikill spenningur á þessu augnabliki. Svo skokk- aði hýenan yfir sviðið og inn í litla búrið sitt. Forstjórinn skellti hurðinni í lás á eftir henni. Allir vörpuðu öndinni léttar og ég lauk fyrirlestrinum með nokkrum orðum. Við hefðum sloppið vel í þetta skipti, sagði ég, og það skyldi séð um það strax í kvöld að binda ófreskj- una með sterkri járnfesti. Þá gullu við fagnaðarópin, allt ætlaði af göflunum að ganga og menn kölluðu fyrir- lesarann fram — fyrirlesarann. Ég gekk fram og hneigði mig á nýjan leik og gerði satt að segja stórkostlega lukku. Jafn- vel sá sem fór síðastur út klappaði alla leið fram að dyr- um. En það voru líka fáeinir sem hlógu. Forstjórinn var ánægður, hann þakkaði mér innilega fyr- ir hjálpina. Hann myndi áreið- anlega fá fullt hús í mörg skipti enn. Þegar ég ætlaði að leggja af stað heim beið maður eftir mér fyrir utan dyrnar. Það var miðasalinn minn úr garðskálan- um. Hann hafði horft á sýn- inguna og var stórhrifinn. Hann hrósaði mér með mörgum fögr- um orðum fyrir mælsku mína; ég mætti ómögulega hætta við- fyrirlesturinn í garðskálanum,. nú væri rétti tíminn til að aug- lýsa hann þegar fólk hefði heyrt hvað ég gæti. Til dæmis endurtekning á ræðunni um hý- enuna, sérstaklega ef ég hefði. dýrið til sýnis. * En forstjórinn, þorparinn sá arna, neitaði að borga mér dag- inn eftir. Ef ég gæfi ekki skrif- legt loforð um að sýna líka næsta kvöld, yrði ég að fara í mál út af borguninni, sagði hann. Svikarinn, fanturinn! Við gerðum þá málamiðlun að hann skyldi borga mér fimm krón- ur. Þegar þær bættust við þær þrjár, sem hann þegar hafði borgað mér, urðu það átta og ég hafði næga ferðapeninga til þess að komast aftur til Krist- ianiu. En handritinu að fyrir- lestrinum vildi hann ekki sleppa. Við þráttuðum lengi um þetta atriði því að ég vildi ó- gjarnan láta hann fá fyrirlest- urinn og draga hann þannig niður í svaðið. Á hinn bóginn var hann ómótmælanlega hans eign og hann hafði borgað hann. Ég lét því að lokum und-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.