Úrval - 01.08.1955, Qupperneq 4
2
ÚRVAL
seigfljótandi massi rann sigri-
hrósandi af stað, og staðnæmd-
ist aftur eftir 40—50 metra
ferð. Þetta gat ekki verið venju-
leg umferðarstöðvun, klukkan
rúmlega ellefu að morgni á virk-
um degi. Það hafði raunar ver-
ið enn verra í gær, eftir klukk-
an 5, en þá hafði okkur ekki
legið á.
„Það borgar sig ekki að aka
í bíl,“ sagði ég óþolinmóður.
Finnsk-ameríski bílstjórinn
leit á mig. Hann hafði ekki sýnt
nein geðbrigði fyrr, það var eins
og hann hefði ís í æðum. Nú leit
hann næstum ásakandi á mig:
dirfðist ég að efast um tilveru-
rétt bílanna ? Hann sagði: „Stór-
borgir eru mjög óhentugar."
Þetta svar hefði getað komið
frá milljónum og tugmilljónum
Ameríkumanna. Stórborgirnar
eru orðnar óhentugar. Þær urðu
það þegar fólkið í landinu hætti
að færa sig úr stað öðruvísi en
á hjólum. Þeim fer æ fjölgandi
sem ekki una lífinu þar lengur.
Þær tilheyra iiðinni tækniöld,
segja glöggskyggnir Ameríku-
menn, þær eru blátt áfram úr-
eltar.
Boston er borg af „evrópskri"
gerð, með gömlum byggingum
og mjóum götum og urmul vöru-
húsa og verzlana. Inn í þessa
borg hefur umferðartækni nú-
tímans verið þröngvað: næstum
allar f jöískyldur eiga bíl og þær
vilja nota bílana sína — til að
aka í vinnuna, til að fara í búð-
ir, eða bara til að aka, með af-
leiðingum, sem einna helzt má
líkja við hægðatregðu. Bíllinn
hefur sett sjálfan sig úr leik.
Eða ef maður lítur á málið frá
öðru sjónarmiði: borgin er ekki
lengur starfhæf.
Boston er að sjálfsögðu ekki
ein um þennan vanda. Hann er
miklu stórkostlegri í hjarta New
York borgar með hinum vold-
ugu skýjakljúfum. Nærri tvær
milljónir manna búa á Manhatt-
an, mjórri eyju, sem er 57 kmr
að stærð, og enn fleiri milljónir
aka daglega til Manhattan fra.
öðrum bæjarhlutum og útborg-
um, og þaðan aftur að kvöldi.
Þessi millióna manngrúi, sem
daglega flæðir inn og fjarar út
úr borginni, mætir æ fleiri hindr-
unum á leið sinni. Jarðgöng hafa
verið grafin undir Manhattan og
undir Hudsonána, háar brýr yf-
ir árkvíslarnar og breiðar ak-
brautir meðfram strönd Man-
hattan. Hundruðum millióna
dollara hefur verið varið til að
leysa umferðarvandamál New
York. En það hefur engin lausn
fengizt. Þvert á móti: vandræð-
in hafa aukizt með hverjum ára-
tug. Hinn kunni, ameríski fé-
lags- og sagnfræðingur Lewis
Munford hefur lýst ástandinu.
þannig:
Á undanförnum þrem áratug-
um hefur það orðið æ tafsamara
og erfiðara að ferðast um New
York, æ dýrara að verzla þar, æ
erfiðara að hafa börn þar og æ
torsóttara að komast burt til
að anda að sér sveitalofti. Neð-