Úrval - 01.08.1955, Side 11

Úrval - 01.08.1955, Side 11
ÆFINTÝRIÐ UM NORSKA KAUPSKIPAFLOTANN 9 Norðmenn eru þriðja mesta siglingaþjóð heimsins. En stað- an var nákvæmlega sú sama fyrir síðari heimsstyrjöldina. Kaupskipafloti heimsins hefur m. ö. o. vaxið hlutfallslega jafn- mikið og sá norski, svo mjög hefur flutningaþörfin aukizt á þessum áratug. Norskir skipa- eigendur heyja nú harða bar- áttu til að halda velli — til þess eins að halda í horfinu, koma í veg fyrir að flotinn minnki, þarf að byggja á ári hverju ný skip samtals 300.000 rúmlestir; 30 ný skip á ári, 10.000 rúmlestir hvert, nægja með öðrum orðum ekki til þess að tryggja Norð- mönnum óbreyttan hlut í kaup- skipaflota heimsins. En þó að tölur geti verið fróðlegar, er skemmtilegra að virða fyrir sér mennina bak við tölurnar — þá sem byggja skip- in, þá sem ráða ferðum þeirra um heimshöfin . . . og auðvitað þá sem sigla þeim. Ein megin- orsök þess, hve Norðmenn eru mikil siglingaþjóð er að sjálf- sögðu sú staðreynd, að hafið hef- ur alla tíð verið annað heimkynni þeirra. Norðmanninum stendur ekki stuggur af hafinu; hann er alinn upp við það frá blautu barnsbeini. Hann þarf aldrei að leita á vit þess, það kemur til hans í f jörðum og víkum strand- ar, sem tæpast á sinn líka í víðri veröld. Hann telgir sér fyrsta bát sinn úr berki og lætur hann sigla milli fjörusteinanna; hann smíðar sér stærri farkost og stjakar sér á honum út á logn- kyrra víkina; hann hættir sér æ lengra út og er orðinn sjó- maður um leið og hann er vax- inn úr grasi. Tæpast nokkur Norðmaður, sem kýs sér sjóinn, þarf að læra undirstöðuatriði sjómennskunnar, eins og piltar annarra þjóða. Þar við bætist ævintýraþráin, sem alltaf hefur átt sér djúpar rætur í hugum Norðmanna — nærð af fátækt og þrá eftir betra lífi. Enn vantar þó mikið á við- hlítandi skýringu á vexti og við- gangi norskra siglinga. Þeir tímar hafa verið í sögu Noregs, þegar þjóðin stundaði nálega engar siglingar. Vafalaust var orsökin oft stjórnmálalegs og alþjóðlegs eðlis, eins og t. d. þegar Hansa- kaupmennirnir lögðu undir sig verzlunina í Noregi og ráku siglingar með eigin skipum. Of langt yrði að rekja sögu norska siglinga eins langt og heim- ildir ná. Til þess þyrfti að rekja forsögu þeirra fögru skipa, sem fundizt hafa í gröf- um víkinga og sem nú má sjá á safninu á Bygdöy í Qsló. Hér skal aðeins nefnt eitt atriði: sú menning, sem fylgir leiðum haf- strauma og vinda, virðist furðu- lega óháð stað og fjarlægðum. Fegurstu skip, sem byggð voru fyrir um 1000 árum, voru byggð í Salten í Norðurnoregi, drjúg- an spöl fyrir norðan heims- skautsbaug. Þar rændi Ólafur Tryggvason ,,Orminum“ —
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.