Úrval - 01.08.1955, Qupperneq 11
ÆFINTÝRIÐ UM NORSKA KAUPSKIPAFLOTANN
9
Norðmenn eru þriðja mesta
siglingaþjóð heimsins. En stað-
an var nákvæmlega sú sama
fyrir síðari heimsstyrjöldina.
Kaupskipafloti heimsins hefur
m. ö. o. vaxið hlutfallslega jafn-
mikið og sá norski, svo mjög
hefur flutningaþörfin aukizt á
þessum áratug. Norskir skipa-
eigendur heyja nú harða bar-
áttu til að halda velli — til þess
eins að halda í horfinu, koma í
veg fyrir að flotinn minnki, þarf
að byggja á ári hverju ný skip
samtals 300.000 rúmlestir; 30
ný skip á ári, 10.000 rúmlestir
hvert, nægja með öðrum orðum
ekki til þess að tryggja Norð-
mönnum óbreyttan hlut í kaup-
skipaflota heimsins.
En þó að tölur geti verið
fróðlegar, er skemmtilegra að
virða fyrir sér mennina bak við
tölurnar — þá sem byggja skip-
in, þá sem ráða ferðum þeirra
um heimshöfin . . . og auðvitað
þá sem sigla þeim. Ein megin-
orsök þess, hve Norðmenn eru
mikil siglingaþjóð er að sjálf-
sögðu sú staðreynd, að hafið hef-
ur alla tíð verið annað heimkynni
þeirra. Norðmanninum stendur
ekki stuggur af hafinu; hann
er alinn upp við það frá blautu
barnsbeini. Hann þarf aldrei að
leita á vit þess, það kemur til
hans í f jörðum og víkum strand-
ar, sem tæpast á sinn líka í víðri
veröld. Hann telgir sér fyrsta
bát sinn úr berki og lætur hann
sigla milli fjörusteinanna; hann
smíðar sér stærri farkost og
stjakar sér á honum út á logn-
kyrra víkina; hann hættir sér
æ lengra út og er orðinn sjó-
maður um leið og hann er vax-
inn úr grasi. Tæpast nokkur
Norðmaður, sem kýs sér sjóinn,
þarf að læra undirstöðuatriði
sjómennskunnar, eins og piltar
annarra þjóða. Þar við bætist
ævintýraþráin, sem alltaf hefur
átt sér djúpar rætur í hugum
Norðmanna — nærð af fátækt
og þrá eftir betra lífi.
Enn vantar þó mikið á við-
hlítandi skýringu á vexti og við-
gangi norskra siglinga. Þeir
tímar hafa verið í sögu Noregs,
þegar þjóðin stundaði nálega
engar siglingar.
Vafalaust var orsökin oft
stjórnmálalegs og alþjóðlegs
eðlis, eins og t. d. þegar Hansa-
kaupmennirnir lögðu undir sig
verzlunina í Noregi og ráku
siglingar með eigin skipum. Of
langt yrði að rekja sögu norska
siglinga eins langt og heim-
ildir ná. Til þess þyrfti að
rekja forsögu þeirra fögru
skipa, sem fundizt hafa í gröf-
um víkinga og sem nú má sjá
á safninu á Bygdöy í Qsló. Hér
skal aðeins nefnt eitt atriði: sú
menning, sem fylgir leiðum haf-
strauma og vinda, virðist furðu-
lega óháð stað og fjarlægðum.
Fegurstu skip, sem byggð voru
fyrir um 1000 árum, voru byggð
í Salten í Norðurnoregi, drjúg-
an spöl fyrir norðan heims-
skautsbaug. Þar rændi Ólafur
Tryggvason ,,Orminum“ —