Úrval - 01.08.1955, Page 12

Úrval - 01.08.1955, Page 12
10 TJRVAL stærsta og fegursta skipi, sem þá sigldi um norðlæg höf og varð fyrirmynd að hinu fræga skipi hans „Orminum langa“. Bæði þessi skip tóku þátt í or- ustunni við Svoldur. Nútímasaga norska verzlun- arflotans er ein nægilegt íhug- unarefni og harla girnileg til fróðleiks. Hún hefst fyrir al- vöru um miðja síðustu öld. Árið 1829 var fyrsta norska gufu- knúna strandferðaskipinu hleypt af stokkunum; það var „Constitusjonen“. En þótt und- arlegt sé, varð þessi tæknifram- för ekki upphafið að hinum mikla vexti flotans. Hið gagn- stæða er sönnu nær! í hrifn- ingu sinni af gufuaflinu tóku Englendmgar að selja seglskip sín og Norðmenn voru fúsir að kaupa. Fjölskyldur og kunn- ingjahópar við suðurströndina lögðu sparifé sitt í þessi gömlu skip. Útgerðarfélög voru mynd- uð — „partsrederier“ eins og Norðmenn kölluðu þau, og er það eignarfyrirkomulag enn í dag algengt í norskri útgerð. Norðmenn urðu brátt fremstir í hópi þeirra þjóða, sem stund- uðu siglingar á seglskipum. Skýringin á þessari öru þróun norskra siglinga er einföld: það voru eigendurnir sjálfir og synir þeirra, sem sigldu skip- unum. Þeir stóðu sjálfir við stýrið á þeim fleytum, sem þeir höfðu lagt fé sitt í. Og þeir voru nægjusamir. Hertir þorskhausar og beinakex var dagleg fæða þeirra. Á þessum siglingum og með þessari nægjussemi urðu þeir ríkir. Þeir gátu lagt upp fúakláfum sín- um og byggt sér ný skip, stærri og betri, en þeir héldu tryggð við seglskipin. Skipasmíðastöðv- ar risu upp meðfram suður- ströndinni. Og þessi athafna- semi til lands og sjávar setti svip sinn á hin stílhreinu, þrif- legu sjávarþorp meðfram hinni löngu strönd. Enn eru á lífi Norðmenn, sem sigldu á þessum gömlu seglskip- um. Ég þekki einn, sem nú er 85 ára. Saga hans verður rak- in hér á eftir, af því að hún er táknræn fyrir þetta tímabil í sögu norskra siglinga: Tólf ára gamall kvaddi hann heimili sitt í smábænum Lyngör hjá Arendal. Faðir hans átti — ásamt f jölskyldunni — seglskip, og það var ákveðið, að sonurinn tæki við stjórn útgerðarinnar þegar hann hefði aldur til. Það var ekki mjúk hvíla, sem hinu unga útgerðarmannsefni var búin um borð í seglskipinu. Hinn aldni, veðurbarði skipstjóri vísaði honum á seglaklefann þar sem hann varð að hreiðra um sig eftir föngum innan um salt- ar og rakar segldræsur. Ekkert tillit var tekið til þess að hann var sonur skipseigandans — hann var skipsdrengur og varð að sætta sig við sömu aðbúð og aðrir skipsdrengir. Sjálfsagt varr að staða drengsins í reiðanum væri á efstu rá toppseglsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.