Úrval - 01.08.1955, Page 12
10
TJRVAL
stærsta og fegursta skipi, sem
þá sigldi um norðlæg höf og
varð fyrirmynd að hinu fræga
skipi hans „Orminum langa“.
Bæði þessi skip tóku þátt í or-
ustunni við Svoldur.
Nútímasaga norska verzlun-
arflotans er ein nægilegt íhug-
unarefni og harla girnileg til
fróðleiks. Hún hefst fyrir al-
vöru um miðja síðustu öld. Árið
1829 var fyrsta norska gufu-
knúna strandferðaskipinu
hleypt af stokkunum; það var
„Constitusjonen“. En þótt und-
arlegt sé, varð þessi tæknifram-
för ekki upphafið að hinum
mikla vexti flotans. Hið gagn-
stæða er sönnu nær! í hrifn-
ingu sinni af gufuaflinu tóku
Englendmgar að selja seglskip
sín og Norðmenn voru fúsir að
kaupa. Fjölskyldur og kunn-
ingjahópar við suðurströndina
lögðu sparifé sitt í þessi gömlu
skip. Útgerðarfélög voru mynd-
uð — „partsrederier“ eins og
Norðmenn kölluðu þau, og er
það eignarfyrirkomulag enn í
dag algengt í norskri útgerð.
Norðmenn urðu brátt fremstir
í hópi þeirra þjóða, sem stund-
uðu siglingar á seglskipum.
Skýringin á þessari öru þróun
norskra siglinga er einföld:
það voru eigendurnir sjálfir og
synir þeirra, sem sigldu skip-
unum. Þeir stóðu sjálfir við
stýrið á þeim fleytum, sem
þeir höfðu lagt fé sitt í. Og
þeir voru nægjusamir. Hertir
þorskhausar og beinakex var
dagleg fæða þeirra. Á þessum
siglingum og með þessari
nægjussemi urðu þeir ríkir. Þeir
gátu lagt upp fúakláfum sín-
um og byggt sér ný skip, stærri
og betri, en þeir héldu tryggð
við seglskipin. Skipasmíðastöðv-
ar risu upp meðfram suður-
ströndinni. Og þessi athafna-
semi til lands og sjávar setti
svip sinn á hin stílhreinu, þrif-
legu sjávarþorp meðfram hinni
löngu strönd.
Enn eru á lífi Norðmenn, sem
sigldu á þessum gömlu seglskip-
um. Ég þekki einn, sem nú er
85 ára. Saga hans verður rak-
in hér á eftir, af því að hún er
táknræn fyrir þetta tímabil í
sögu norskra siglinga:
Tólf ára gamall kvaddi hann
heimili sitt í smábænum Lyngör
hjá Arendal. Faðir hans átti —
ásamt f jölskyldunni — seglskip,
og það var ákveðið, að sonurinn
tæki við stjórn útgerðarinnar
þegar hann hefði aldur til. Það
var ekki mjúk hvíla, sem hinu
unga útgerðarmannsefni var
búin um borð í seglskipinu.
Hinn aldni, veðurbarði skipstjóri
vísaði honum á seglaklefann þar
sem hann varð að hreiðra um
sig eftir föngum innan um salt-
ar og rakar segldræsur. Ekkert
tillit var tekið til þess að hann
var sonur skipseigandans —
hann var skipsdrengur og varð
að sætta sig við sömu aðbúð og
aðrir skipsdrengir. Sjálfsagt varr
að staða drengsins í reiðanum
væri á efstu rá toppseglsins.