Úrval - 01.08.1955, Side 22

Úrval - 01.08.1955, Side 22
Austurlandabúar hafa einnig' sinar skýringar á draumförum. Draumar og draumskýringar í Austurtöndum. Grein úr „The Listener", eftir Arthur Waley. O** ÐRU HVORU hefur það gerzt meðal þjóða nútím- ans í Evrópu, að menn hafa byrjað að taka mark á draum- um. Snemma á þessari öld barst sú skoðun út frá verkumFreuds, að draumar séu táknrænir og búi yfir leyndri (og ekki alltaf siðsamlegri) merkingu, og ýms- ir tóku að gefa gaum að draum- um sínum, með nokkrum ugg þó. Seinna kom út bók Dunne’s: Tilraunir með tímann, og þessir sömu menn tóku að skrifa nið- ur drauma sína til að sjá hvort þeir rættust— atriði, sem Freud virðist ekki hafa haft áhuga á. En yfirleitt má segja, að vér Evrópumenn höfum litið á drauma sem heldur ómerkileg hliðarstökk andans. í Indlandi og víðar í Austur- löndum hefur afstaða manna verið öll önnur. Það er að vísu rétt, að ein af grundvallarkenn- ingunum um drauma, bæði í Indlandi, Kína og Japan, er sú, að þeir orsakist af smávægilegri líkamlegri óreglu eða óþægind- um: t. d. ef menn hafa um sig ofþröng belti, þá dreymir þá slöngur; og ein kenning Búdda- trúarmanna er sú, að í draum- um tengist saman hlutir, sem í vöku eiga ekkert skylt hverjir við aðra. „Þegar maður er vakandi,“ segir á einum stað í Búdda- fræðum, „sér maður á ein- um stað mann og á öðrum stað horn. I draumi sameinast þetta og maður sér hyrndan mann.“ En þessar skynsemiskenningar ganga framhjá þeirri algengu þjóðtrú, að draumar séu guð- leg sending eða að galdramenn valdi þeim með töfrum og lyfj- um; og þó að orsakir drauma væru í austrænum kenningum taldar ýmsar, þá fjölluðu þær einkum um þá drauma, sem guð- irnir sendu mönnunum til aðvör- unar eða uppörvunar. Þessi til- litssemi við þjóðtrúna minnir á endurskoðun Jungs á þeim draumakenningum Freuds, sem leikmönnum þykja nokkuð hversdagslegar og þröngsýnar, að draumar séu einungis af- sprengi dulvitundar einstakl- ingsins. Kenning Jungs, að draumar sæki sér einnig efni í alvitundina, opna á hinn bóginn (eins og ýmsar fleiri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.