Úrval - 01.08.1955, Qupperneq 22
Austurlandabúar hafa einnig' sinar
skýringar á draumförum.
Draumar og draumskýringar í Austurtöndum.
Grein úr „The Listener",
eftir Arthur Waley.
O** ÐRU HVORU hefur það
gerzt meðal þjóða nútím-
ans í Evrópu, að menn hafa
byrjað að taka mark á draum-
um. Snemma á þessari öld barst
sú skoðun út frá verkumFreuds,
að draumar séu táknrænir og
búi yfir leyndri (og ekki alltaf
siðsamlegri) merkingu, og ýms-
ir tóku að gefa gaum að draum-
um sínum, með nokkrum ugg
þó. Seinna kom út bók Dunne’s:
Tilraunir með tímann, og þessir
sömu menn tóku að skrifa nið-
ur drauma sína til að sjá hvort
þeir rættust— atriði, sem Freud
virðist ekki hafa haft áhuga á.
En yfirleitt má segja, að vér
Evrópumenn höfum litið á
drauma sem heldur ómerkileg
hliðarstökk andans.
í Indlandi og víðar í Austur-
löndum hefur afstaða manna
verið öll önnur. Það er að vísu
rétt, að ein af grundvallarkenn-
ingunum um drauma, bæði í
Indlandi, Kína og Japan, er sú,
að þeir orsakist af smávægilegri
líkamlegri óreglu eða óþægind-
um: t. d. ef menn hafa um sig
ofþröng belti, þá dreymir þá
slöngur; og ein kenning Búdda-
trúarmanna er sú, að í draum-
um tengist saman hlutir, sem
í vöku eiga ekkert skylt hverjir
við aðra.
„Þegar maður er vakandi,“
segir á einum stað í Búdda-
fræðum, „sér maður á ein-
um stað mann og á öðrum stað
horn. I draumi sameinast þetta
og maður sér hyrndan mann.“
En þessar skynsemiskenningar
ganga framhjá þeirri algengu
þjóðtrú, að draumar séu guð-
leg sending eða að galdramenn
valdi þeim með töfrum og lyfj-
um; og þó að orsakir drauma
væru í austrænum kenningum
taldar ýmsar, þá fjölluðu þær
einkum um þá drauma, sem guð-
irnir sendu mönnunum til aðvör-
unar eða uppörvunar. Þessi til-
litssemi við þjóðtrúna minnir á
endurskoðun Jungs á þeim
draumakenningum Freuds, sem
leikmönnum þykja nokkuð
hversdagslegar og þröngsýnar,
að draumar séu einungis af-
sprengi dulvitundar einstakl-
ingsins. Kenning Jungs, að
draumar sæki sér einnig efni
í alvitundina, opna á hinn
bóginn (eins og ýmsar fleiri