Úrval - 01.08.1955, Síða 67
Samanburður á uppeldi meðal vestrænna
þjóða og frumstæðra náttúruþjóða.
Þar sem íaðirinn er ieikbróðir barnanna.
Grein úr „Vor Viden“,
eftir cand. mag. Karl Hegnby.
AÐ er táknrænt um þá ó-
vissu, sem ríkir meðal for-
eldra um uppeldismál, að um
þau eru skrifaðir þykkir doðr-
antar, sem að því er virðist tjá
svo' ólíkar skoðanir, að foreldr-
arnir verða enn ruglaðri eftir
lestur þeirra en þeir voru fyrir.
Er sjálfshugð okkar og tilgerð
orðin slík, að við getum ekki
lengur verið náttúrleg og fylgt
eðlishneigðum okkar, sem marg-
ir telja bezta leiðarvísinn, eða
er menning okkar orðin svo
flókin og fjarlæg því sem upp-
runalegt er, að ,,eðlishvatir“
okkar nægja ekki lengur?
Að jafnaði er það ekki til
neins góðs, þegar mannkindin
fer að hugsa um það, sem ann-
ars „gengur af sjálfu sér“.Flest-
ir munu hafa tekið eftir því und-
arlega fyrirbrigði, að ef þeir
fara allt í einu að hugsa um
hvernig þeir binda hálsbindið
sitt eða hneppa vestistölurnar,
ruglast þeir í ríminu.
Börn eru yndisleg m. a. af því
að þau eru svo dásamlega nátt-
úrleg, undirhyggjulaus í athöfn.
um sínum og láta tilfinningar
Síriár í ljós óduldar. Þegar þau
komast á gelgjuskeiðið, byrja.
þau að uppgötva sitt eigið sjálf;
þau fara að sjá sig „utan frá“,
og jafnþjálfaðar athafnir og að
ganga, standa, brosa, tala og
vera með öðrum verða þeim svo
meðvitaðar, að það getur verið
óþægilegt fyrir unglinginn sjálf-
an og hamlað honum í umgengni
við aðra. 1 augum fullorðinna
eru unglingarnir ónáttúrlegir,
klaufskir og duttlungafullir,
enda eru tilfinningaárekstrar
milli unglinga og fullorðinna
tíðir.
Þegar Adam og Eva höfðu
borðað af skilningstrénu, fundu
þau, að þau voru nakin. Hinir
ungu foreldrar nútímans virðast
hafa ofmettað sig á bóklestri
um barnasálarfræði og allskon-
ar geðflækjur, þannig að þeir
treysta ekki lengur á sjálfa sig,
en verða að hafa handbókina til-
tæka til þess að fara ekki skakkt
að við uppeldi barnanna.
I hinni örvæntingarfullu leit
að fótfestu hefur áhugi ýmissa
upþalenda vaknað á lifnaðar-
háttum svokallaðra frumstæðra
þjóða í von um að finna aftur
leiðina til „hins upprunalega'A