Úrval - 01.08.1955, Síða 70

Úrval - 01.08.1955, Síða 70
68 ÚRVAL vindsins. Þegar „andabörnin“ eru komin upp að ströndinni, taka þau sér bólfestu í konu, sem er að baða sig í sjónum. Konur, sem ógjarnan vilja eiga fleiri börn, gæta þess að baða sig ekki þegar froða er í fjöru- borðinu. Að fólkið trúir þessari goðsögn má glöggt sjá af eft- irfarandi orðum ófrískrar konu, sem tekin eru beint úr dagbók- árblöðum Malinowskis: „Barnið hefur fundið mig, andarnir hafa komið með barnið til mín!“ Síðari þjóðfræðilegar rann- sóknir hafa ótvírætt leitt í ljós, að þjóðin lifir enn í algerri fá- fræði um þátt föðurins í fæð- ingu barnsins, og vísar með fyrirlitningu á bug tilraunum hvítra manna til að skýra hið rétta samhengi. Faðirinn er ekki talinn í ætt við barnið, og það telst ekki til ættflokks hans (flóknar bann- helgireglur útiloka giftingar innan ættstofnsins). Faðirinn er „eiginmaður móður barnsins“ og hefur ekki annað vald yfir barninu en það, sem hann öðlast við persónuleg kynni af því. Hið eiginlega vald yfir barn- inu er í höndum móðurbróður- ins, en barnið kynnist því valdi aldrei náið, því að ströng bannhelgi er á náinni umgengni systkina. Móðirin viðurkennir þó skilyrðislaust vald bróður síns og er að nokkru leyti háð honum, þar sem hann er aðalfyrirvinna f jölskyldu hennar og megnið af uppskeru hans og afla rennur til hennar. Þrátt fyrir þetta hefur fað- irinn nokkru hlutverki að gegna. Hann á að vernda börn- in, vera þeim góður, taka þau í faðm sér þegar þau fæðast, og síðan er hann þeim ástríkur og góður vinur, eins konar „frændi“, sem tekur þátt í leikj- um þeirra og hjálpar beim í ýmsum hagnýtum efnum. Það er móðurbróðurinn, sem barnið helzt „óttast", hann er hand- hafi valds og aga í fjölskyld- unni og honum ber að sýna hlýðni. Eins og áður segir, gift- ist kona jafnan manni af öðr- um ættflokki og þá um leið frá öðru þorpi. Móðurbróðirinn býr því sjaldan í sama þorpi og móðir barnsins, og þegar ungl- ingurinn fær inngöngu í hóp fullorðinna, verður hann að flytja í þorp „sitt“, þ. e. móður- bróður síns. Af framansögðu má þó ekki draga þá ályktun, að konuríki sé í Trobriandsamfélaginu. Sam- band karls og konu hvílir á gagnkvæmri virðingu, og það kemur aldrei fyrir, að börnin sjái föður sinn berja móður sína. Bæði kynin njóta sömu virðingar, og börnin eru jafn kærkomin hvort sem þau eru drengir eða stúlkur. Konur hafa sama aðgang og menn að hin- um ýmsu tignargráðum, en þær taka ekki þátt í opinberum mál- um og mega ekki eiga jarðnæði. Aftur á móti hafa þær aðgang
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.