Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 34
32
TJR VAL
kvæmari fyrir geislum, og at-
hygli manna beinist nú meira
en áður að því að takmarka
geislunina, enda þótt eitthvað
lifi áfram af tímgunarhæfum
bakteríum. Tilraunir með geisl-
un nautakjöts hafa t. d. leitt í
ljós, að 50.000 röntgen koma
að hagnýtu gagni. Sá skammt-
ur nægir til þess að gera bak-
teríutegundina pseudomonas ó-
virka, en það er hún sem veld-
ur örustum skemmdum á kjöt-
inu við venjulegt hitastig í ís-
skáp. Niðurskorið kjöt þannig
verkað hefur geymzt fimm sinn-
um lengur í ísskáp en ógeisiað
kjöt. Svipaður árangur hefur
fengizt af samskonar geislun
kjúklinga og fisks, og vera
kann, að margar fleiri matvæla-
tegundir megi geisla þannig
með góðum árangri.
En nýjustu tilraunir gefa vís-
bendingu um að nota megi geisl-
un til annars en að eyða huldu-
gróðri í matvælum, og þarf til
þess lítinn skammt geislaorku,
frá 10.000 til 50.000 röntgen.
Ef korn er geislað með þessu
geislamagni, kemur það í veg
fyrir, að allar bjöllur og önnur
meindýr, svo og lirfur þeirra og
egg, sem er í korninu, geti tímg-
azt, og er þá ekki hætt við að
kornið maðki frekar eða skemm.
ist af völdum meindýra, því að
þau deyja út með þeirri kyn-
slóð, sem var í korninu, þegar
það var geislað. Kartöflur hafa
verið geislaðar með 10.000 rönt-
gen; með þeirri geislun er ekki
hægt að eyða meindýrum eða
sveppum, en hún hefur þau á-
hrif á „augun“, að kartöflurnar
spíra ekki, jafnvel eftir langa
geymslu en einmitt spírun veld-
ur mestu tjóni á kartöflum,
einkum á vorin.
Að lokum er svo ein spurn-
ing, sem ekki verður komizt hjá
að svara: Er hættulaust að
borða geisluð matvæli? Ekki er
nein hætta á því að matvælin
sjálf verði geislavirk, en það er
engan veginn óhugsandi, að
efnabreytingar, sem geislunin
veldur í matvælunum, valdi því
að í þeim myndist ný efnasam-
bönd, sem geti verið hættuleg
heilsu neytandans. Þörf mun
verða á öruggum aðferðum til
að finna slík efnasambönd, og
er stöðugt verið að leita að þeim.
Fóðurtilraunir á dýrum hafa
verið gerðar í fjölmörgum til-
raunastofum á undanförnum ár.
um, og hafa aðeins fundizt til-
tölulega meinlaus óhollustu-
áhrif. En þessar tilraunir hafa
ekki staðið það lengi, að þær
útiloki möguleika á skaðsemi við
langvarandi neyzlu geislaðra
matvæla, þar á meðal að þau
geti valdið krabbameini. Mjög
víðtækar tilraunir til að kom-
ast að endanlegri niðurstöðu
um þetta atriði eru nýlega hafn-
ar í Bandaríkjunum og hliðstæð-
ar tilraunir eru í undirbúningi
í Bretlandi.