Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 7
ERFIÐLEIKATlMABIL 1 ÆVI HJÓNA
5
um sínum til mannanna. Aug-
ljóst er, að þetta hlýtur að hafa
skaðleg áhrif á ásta- og fjöl-
skyldulífið.
Geðveilan veldur einangrun og
skapar einmanakennd, og erfið-
leikarnir í samskiptum við aðra
koma í ljós löngu fyrir hjóna-
bandið. Nokkuð, jafnvel mikið
af þessum erfiðleikum mætir
okkur öllum. Vitundin um van-
mátt okkar í tilverunni vekur
hjá okkur löngun eftir mann-
eskju, er skilji okkur betur en
aðrir, geti létt okkur byrðarnar
og leyst vandamál okkar, gert
okkur lífið gott á svipaðan hátt
og góð móðir greiðir úr erfið-
leikum barns síns. Hinn ást-
fangni gæðir þann, sem ástar-
þrá hans beinist að, hinum ágæt-
ustu kostum, málar mynd hans
fegurstu litum. Fyrirmynd og
liti sækir hann í þarfir sjálfs
sín. Síðan giftist hann þessari
glansmynd — en verður fljótt
fyrir sárum vonbrigðum. Það er
við þessar aðstæður sem í Ijós
kemur hvort möguleikar til
frekari þroska búa í manneskj-
unni. Hvort hún getur gert sér
ljóst og sætt sig við, að hversu
mikið sem hún getur fengið frá
maka sínum, þá á hún óleyst
fjölmörg innri vandamál, sem
enginn getur leyst fyrir hana.
Það er margt, sem ekki er hægt
að velta yfir á aðra, margt sem
enginn annar en maður sjálfur
getur greitt úr eða tekið afleið-
ingum af.
Augljóst er, að langflesta
æskumenn skortir mikið á full-
an andlegan þroska, þegar þeir
giftast, og erfiðleikar fyrstu ár-
in í hjónabandinu eru næstum
óumflýjanlegir. Ættum við þá
ekki að vara ungt fólk við því
að giftast snemma? Ég held
þvert á móti, að við ættum að
keppa að því að lækka hjóna-
bandsaldurinn sem er tiltölulega
hár hjá okkur. Það er einmitt
lífið sjálft, sem knýr fram
þroskann og nauðsyn þess að
maðurinn taki sjálfan sig til
bæna. Hér er um að ræða þroska
í sambúð við aðra manneskju,
gagnkvæma aðlögun. Því eldri
sem menn verða, því erfiðara
verður fyrir þá að laga sig að
nýjum aðstæðum. Rosknir pip-
arsveinar eiga ekki alltaf sjö
dagana sæla, ef þeir kvænast,
og konur þeirra ekki heldur.
Auk þess vaknar hvatalífið
snemma og það væri áreiðan-
lega að fara úr öskunni í eldinn
að stefna að því að hækka gift-
ingaraldurinn. Ýmsir aðilar hafa
fullyrt eindregið og lagt á það
ríka áherzlu, að enginn maður
bíði tjón af því að neita sér
um kynlífsreynslu þangað til
hann hefur skapað sér aðstöðu
til að stofna heimili. Mörgum
auðnast ekki að skapa sér þá
aðstöðu fyrr en þeir eru vel
fullorðnir. Ég hef vitað háskóla.
stúdenta forðast umgengni við
stúlkur þangað til þeir voru
komnir í atvinnu. Oft verður
reyndin þá sú, að þessir óreyndu
piítar verða bálskotnir í fyrstu