Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 8

Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 8
6 ÚRVAL stúlkunni, sem svarar fálm- kenndri, hikandi viðleitni þeirra. Það sem 17 ára unglingur kemst yfir, blátt áfram af því að hann hefur ekki tök á að kvænast, getur hér orðið orsök fljótræðis. Um seinan sjá þeir, að vegna skorts á reynslu og kynnum af stúlkum hefur þeim orðið á versta skyssan í lífi sínu. Val- ið verður ekki skynsamlegra með aldrinum, heldur aðeins með aukinni reynslu. Margar athuganir hafa einnig leitt í Ijós, að gagnkvæm kyn- aðlögun verður erfiðari með hverju ári sem sambúðinni er frestað fram yfir tvítugt. í þá átt bendir sú uppgötvun Kins- seys, að kynlíf miðaldra hjóna í verkamannastétt sé mildu far- sælla en háskólagenginna hjóna á sama aldri, enda þótt karl- menn í verkalýðstétt iðki mikið frjálsar ástir þegar á unglings- aldri, og þó að háskólaborgarar hafi miklu oftar skilið og gifzt aftur áður en þeir náðu miðjum aldri. Með forboðum, sem ung- lingarnir fara eftir, er vissulega hægt að sigla fram hjá mörgum hættum og forðast slys meðan þeir eru unglingar, en erfiðleika í hjónabandi verður því miður ekki girt fyrir með því móti. Mörg vandamál í sambandi við aldurinn geta haft áhrif á sambúð hjóna. Hér á Norður- löndum er það venja, að eigin- maðurinn sé talsvert eldri en eiginkonan. Af einhverri ástæðu hafa menn fengið þá trú, að með því móti verði hjónabandið farsælla, en það er ósannað mál, að ekki sé meira sagt. Venja þessi mun frekar vera afleiðing þess, að konur hafa getað gifzt án sérmenntunar, en karlmenn- irnir hafa fyrst orðið að tryggja sér stöðu og fastar tekjur. Ef jafnmargt væri af körlum og konum og konur giftust að með- altali yngri en karlar, þá yrðu giftar konur fleiri en giftir karl- ar í hópi fullorðinna. En það fær ekki staðizt, þar sem hver eigin- maður er kvæntur konu. Skýr- ingin er sú, að sumar konur gift- ast alls ekki vegna þess hve margar kynsystur þeirra giftast ungar. Nú vitum við, að konur á giftingaraldri eru fleiri en karlar, og við það verða ógiftar konur enn fleiri. Ef hægt væri að snúa þessari venju við þann- ig að eiginkonur væru að jafn- aði eldri en menn þeirra, þá yrði meira jafnvægi milli kynjanna, og það væri vissulega þýðingar- mikið. Menn eru harðorðir um skiln- aði og framhjátökur og syngja hinni ævarandi hjónabands- tryggð lof og prís. Er ekki nema gott um það að segja. En við megum heldur ekki gleyma kon- unum, sem standa utan við, sem settar eru hjá. Við þörfnumst hvors annars, bæði tvö, sagði ég áðan. Ógifta konan þarfnast líka einhvers. Það er auðvelt fyrir þá sem eru giftir, að berja sér á brjóst og fordæma ógift- ar konur, sem taka eiginmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.