Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 73
BÖRN 20. ALDARINNAR ERU 200.000 ÁRA GÖMUL
71
eins miklum misskilningi og
þetta atriði. Þegar líffræðingar
tala um „áunna eiginleika“, eiga
þeir við eiginleika, sem líkaminn
hefur áunnið sér og síðan hafa
yfirfærzt til æxlunarfrumanna.
Dæmi um slíka „eiginleika" er
ofvöxtur í kirtli eða tilkoma nýs
taugaviðbragðs.
P. B. Ég hélt að allir nútíma-
líffræðingar afneituðu kenningu
Weismanns1 um aðgreiningu
líkama (soma) og frumu (ger-
men).
J. R.: Aðgreining Weismanns
kemur þessu máli ekki við.
Weismann fullyrti, að grund-
vallarmunur væri á frumum
líkamans, þ. e. frumunum sem
líkaminn er gerður úr, og æxl-
unarfrumunum. Þannig fram-
sett er þessi aðgreining sjálf-
sagt ekki aðgengileg, að minnsta
kosti ekki frá sumum sjónar-
miðum. En hvort sem maður
fylgir skoðun Weismanns um
þetta atriði eða ekki, verður
maður að viðurkenna, að líf-
verur fæðast af æxlunarfrum-
um en ekki af líkamsfrumum.
Til þess að líkamlegar breyting-
ar geti orðið arfgengar verða
þær að láta sín getið í æxlunar-
frumu, en líffræðingar neita því,
að slíkar breytingar geti flutzt
yfir í æxlunarfrumur.
P. B.: Hafa ekki tilraunir í
þessa átt sætt gagnrýni? Hefur
' Þýzkur líffræðingur (1834—
1914), eindreginn andstæðingur kenn-
in^arinriar um arfgengi áunninna eig-
inlcika. — Þýð.
því ekki verið haldið fram, að
slíkar tilraunir geti ekki náð
yfir nærri nógu margar kjm-
slóðir til þess að vænta megi
jákvæðs árangurs?
J. R.: Jú, og játa verður, að
slíkri fræðilegri mótbáru er ekki
unnt að svara. Þeir sem trúa á
arfgengi áunninna eiginleika
hafa fullan rétt til að halda því
fram, að hundruð, jafnvel þús-
undir kynslóða þurfi til þess að
eiginleiki geti flutzt frá líkams-
frumunum til æxlunarfrumanna,
og þessvegna sé hvorki hægt að
sanna né afsanna þessa kenn-
ingu með tilraunum. En þegar
á allt er litið er hér um að ræða
hreina ágizkun, sem ástæðu-
laust er fyrir vísindamenn að
taka tillit til.
P. B.: Þér hafið lýst skoðun
yðar á þessum málum í mjög
eindregnum orðum: „Manns-
bamið, sem eftir fáeinar mín-
útur lítur þennan gamla, sið-
menntaða heim okkar augum í
fyrsta sinn, er alveg eins og
barnið sem fæddist fyrir hundr-
að þúsund árum, niðurröðun og
flokkun litninga þess hin sama;
það er afkomandi Krómagnon-
mannsins. sem ambrar í vögg-
unni". Að yðar áliti hafa þvi
félas:slegar breytingar ekki líf-
fræðileg áhrif, og þrátt fyrir
þær framfarir sem orðið hafa
hjá manninum á liðnum árþús-
undum, hefur efniviður hans,
hið líkamlega sjálf hans, ekki
tekið neinum breytingum, eng-
um arfgengum breytingum. Ég