Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 98

Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 98
96 ÍTRVAL. a8 að taka myndina en. orðasveimur komst á kreik um samdrátt milli Gilberts og Gretu. John Gilbert var mikið glæsimenni. Hann hafði hrafnsvart hár, dökk, leiftrandi augu og mjallhvítar tenn- ur. Hann var án efa vinsælasti leik- ari þöglu kvikmyndanna. Árið 1926, þegar hann kynntist Gretu Garbo, hafði hann tíu þúsund dollara iaun á viku hjá M-G-M. Það er enginn vafi á þvi, að Gil- bert hefur strax orðið ástfanginn af hinni ungu leikkonu. Og á hinn bóg- inn er jafnvíst, að Greta, sem hafði svo lengi haft hinn mislynda og kröfuharða leikstjóra að félaga, hef- ur ekki verið ósnortin af glæsi- mennsku Gilberts. Enda mátti sjá þess merki, að henni var ástleitni hans ekki á móti skapi, þó að hún vildi ekki rasa um ráð fram. Hún var ung kona og óreynd í ásta- málum. Þegar lokið var við að kvikmynda Flesh and the Devil, bar Gilbert upp bónorð sitt við Gretu Garbo — og ekki í síðasta skiptið. Hann fékk hryggbrot og lagði samstundis af stað til New York í leyfi. Þar var hann spurður um samband þeirra Gretu, því að málið hafði vakið mikla athygli meðal almennings. „Greta er yndisleg stúlka," sagði Gilbert við blaðamennina. ,,Við erum aðeinsgóðir vinir." Ástin virtist vera kulnuð í bili, en þó lifði lengi í glæðunum. Flesh and the Devil varð afar vin- sæl kvikmynd, og var það ekki sizt að þakka ástaratriðum myndarinnar. Gagnrýnendur báru engu minna lof á Gretu en Gilbert. Hún var nú búin að geta sér frægð og komin í tölu „stjarnanna“. Næsta mynd, sem Greta átti að leika í, hét Konur elska demanta, en henni þótti myndin svo ómerkileg, að hún neitaði að fara með hlutverkið. Hún tilkynnti M-G-M, að hún vildi ekki leika „spilltar kon- ur“ oftar. En neitun hennar byggðist ekki á þessari ástæðu einni saman. Stiller hafði ráðlagt henni að neita að leika i fleiri kvikmyndum, nema hún fengi verulega launahækkun. Samkvæmt samningnum, sem hún hafði gert þegar hún kom til Ameríku, fékk hún sex hundruð dollara á viku, en það þótti henni — og einkum Stiller — óviðunandi, ekki sízt með tilliti til þess að mótleikari hennar, John Gilbert, fékk tíu þúsund dollara á viku. I nóvember 1926 bað Louis B. Mayer Gretu að koma á sinn fund og ræða málið. Þegar hann spurði hana, hve mikið hún vildi fá á viku, svaraði hún: „Fimm þúsund dollara.” Einhver hefur sagt, að það hafi kannske verið tilviljun, að jarðhrær- inga varð vart i Hollywood um sama leyti og Greta nefndi þessa upphæð. Mayer sagði, að ekki kæmi til mála að borga henni fimm þús- und dollara, þar eð hún hefði ekki starfað hjá félaginu nema í eitt ár. Greta svaraði því til, að hún mundl ekki leika hjá félaginu fyrr en geng- ið hefði verið að kröfum hennar. Hún steig ekki fæti í kvikmynda- verið í sjö mánuði, þrátt fyrir blíð- mæli og hótanir forráðamanna M-G-M. Félagið hætti að greiða henni laun í refsingarskyni, og setti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.