Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 37
UM ÁRAMÓTASIÐI I KlNA
35
í dögun, en sátu alklædd í rúm-
inu og biðu þess að börnin kæmu
til að votta þeim virðingu sína.
Næstelzta systir mín hjálpaði
mér í snatri í hátíðarfötin, svo
að við gætum öll farið í einu
til að hneigja okkur fyrir pabba
og mömmu. Meðan fullorðna
fólkið skiptist á nýárskveðjum
fórum við börnin út til að
sprengja kínverja. Einu sinni
hrökk neisti í augað á mér og
var ég lengi á eftir með hvítan
blett á sjáaldrinu.
Áramótafagnaður hins gamla
kínverska tunglárs var lang-
mesta hátíð ársins. I fimm daga
klæddist öll þjóðin beztu fötum
sínum, lagði niður vinnu, fór
á flakk, spilaði fjárhættuspil,
hringdi bjöllum, skaut flugeld-
um og kínverjum, og fór í leik-
hús.
Lítilmótlegasta þerna átti
kröfu á því að vera laus við
ávítur á nýársdag, og það sem
furðulegast var af öllu: kven-
fólkið, sem annars féll aldrei
verk úr hendi, lagði hendur í
skaut og snerti hvorki við mat-
artilbúningi, sóp né klút. Það
var trú, að ekki mætti sópa gólf
eða þvo, það væri sama og að
sópa eða þvo burt gæfuna. Rauð
spjöld voru fest á allar dyr, og
stóðu á þeim orð eins og ham-
ingja gæfa, friður, velmegun,
vor. Rautt var gæfulitur.
Og allsstaðar í húsagörðum
og á götu úti, kváðu við skot
í kínverjum. I loftinu var angan
af púðri eða ilmjurtum — af
púðri utanhúss, en innandyra
hin sæta angan af narcissum.
Feður lögðu niður strangleik
sinn og afar varu vingjarnlegri
en að vanda. Börnin blésu í litl-
ar bambusflautur, settu á sig
grímur og léku sér að leirbrúð-
um. Þetta var frelsisdagur kon-
unnar, sá dagur þegar hún var
laus við amstur og erfiði heim-
ilishalds; ef karlmennirnir urðu
svangir, gátu þeir steikt sér
nienkao eða soðið sér núðlur.
Svo kom lýðveldið. Lýðveldis-
stjórnin nam tungiárið úr gildi
með lögum, en tunglárið fylgdi
okkur áfram og neitaði að láta
afnema sig. Það sat of djúpt
í vitund þjóðarinnar.
Það var kringum 1930 og ég
var þá búsettur í Shanghaj. Fg
er framfarasinnaður nútíma-
maður. Enginn getur sakað mig
um íhaldssemi. Ég er ekki að-
eins fylgjandi gregoríska tíma-
talinu, heldur jafnvel þrettán
mánaða tímatalinu, þar sem all-
ir mánuðir eru nákvæmlega
fjórar vikur eða 28 dagar. Ég
er með öðrum orðum mjög vís-
indalegur í hugsunarætti. En
þetta vísindastolt mitt hlaut
slæmt áfalla þegar áramótatil-
hald hins nýja tímatals mis-
tókst, eins og allir sem reyndu
af einlægni að halda þau há-
tíðlegt, hljóta að hafa komizt
að raun um.
Ég kærði mig ekki um tilhald
á gömlu áramótunum. En gamla
nýárið kom. Það kom þann
fjórða febrúar.