Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 43
HJÁLP 1 NAUÐUM — TRYGGÐ 1 ÁSTUM
41
iipp skerandi garg og hlustaði
eftir svari um leið og hún skim-
aði í allar áttir. Næsta dag
hélt hún uppteknum hætti þang-
að til við bárum hana inn um
kvöldið. Á þriðja degi varð æ
lengra á milli kallanna, unz
hún . að lokum hætti alveg að
garga. Og þótt hún héldi áfram
að skima um loftið heyrðum
við hana ekki garga upp frá
því.
Smám saman færðist sljó-
leiki og deyfð yfir hana og hún
hætti aftur að éta. Að morgni
fimmta dags var augljóst að
Jinty var búin að missa alla
lífslöngun og að hún mundi
eiga skammt eftir ólifað. Sorg-
in grúfði yfir íbúðarvagninum
okkar. Við sátum þögul við
morgunverðarborðið og gæsin
lá hreýfingarlaus í kassanum,
eins og hún hafði legið undan
farinn sólarhring. Allt í einu
teygði hún upp höfuðið eins
langt og hún gat og augun tindr-
uðu af eftirvæntingu. Hún virt-
ist hætt að anda og við skildum
að hún var að hlusta. Úti fyrir
heyrðum við ekkert nema
gnauðið í vindinum og gargið
í máfunum. En gæsin hélt á-
fram að hlusta og skyndilega
rak hún upp hvellt garg, hljóp
upp úr kassanum og út um hálf-
opnar dymar. Andartak stóð
hún kyrr í grasinu, svo garg-
aði hún aftur og haltraði lengra
burtu. Á sömu stundu heyrðum
við fjarlægt gæsagarg. Við lit-
um upp og langt í norðri greind-
um við depil sem óðum stækk-
aði og færðist nær. Ég fann að
Betty kreisti handlegg minn og
heyrði titrandi andardrátt henn-
ar. Og svo hrópaði hún æst:
„Það er gassinn! Gassinn henn-
ar Jinty! Hann er kominn aft-
ur!“ Síðan leit hún á Jinty og
sagði lágt og röddin skalf af
tilfinningu: „Jinty — ó, Jinty!“
Ég vissi líka, að þetta var
gassinn, þótt ég gæti tæpast
trúað því. — Enginn efi var á
því, að hann hafði farið norð-
ur til varpstöðvanna, og sam-
kvæmt þeim siðum, sem ríkja í
gæsaheimi hefði hann átt að
vera þar kyrr og ná sér í nýj-
an maka, eða vera einn, ef
ekki var nein gæs á lausum kili.
Eitthvað hafði gerzt hér, sem
mér var hulið. Svo virtist sem
gassinn hefði snúið við aftur til
að leita hennar þegar hann fann
hana ekki á varpstöðvunum.
Það var meiri trúmennska en
ég hafði áður kynnzt hjá fugl-
um. Hvar gassinn hafði verið
gat ég aðeins getið mér til, en
hann hafði flogið í norðvestur
þegar hann fór, beint í átt til
íslands, og hann kom úr sömu
átt. Hafi hann farið þangað,
hafði hann flogið nærri 2600
km á þessum fáu dögum.
Því nær sem hann kom, því
ákafara varð gargið í Jinty. Ég
sagði Betty að við skyldum fara
í f elur og gegnum glugga vagns-
ins sáum við gassann lækka
flugið og setjast um 60 metra í
burtu. Jinty hafði komið auga