Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 100
98
ÚRVAL
ar um hina miklu leikkonu. Ekki
þótti þó nafnið nógu gott á mynd-
inni og var hún því köiluð The Divine
Woman (Guðleg kona).
Stiller var nú farinn aftur heim
til Svíþjóðar. Hann þjáðist af lungna-
sjúkdómi og gekk auk þess með
blóðsjúkdóm, sem reyndist ólækn-
andi.
Stiller andaðist 8. nóvember 1928,
-15 ára gamall. Victor Sjöström, gam-
all samstarfsmaður hans, sendi Gretu
Garbo skeyti og tilkynnti henni and-
iát Stillers. Hún fékk skeytið í hend-
ur þegar hún var að leika atriði í
Wild Orchids. ,,Hún varð náföl,"
sagði maður sem var viðstaddur.
,,Ég helt að það ætlaði að líða yfir
hana. Hún gekk hægum skrefum frá
okkur, eins og hún væri í leiðslu.
Hún hallaði sér upp að veggnum
og stóð þar lengi og byrgði andlitið'
með höndunum. Siðan kom hún aftur
til okkar og hélt áfram að leika.
Hún sagði engum frá því sem stóð
í skeytinu."
Menn hafa aldrei orðið á eitt
sáttir um það, hvort Stiller og Greta
Garbo hafi verið ástfangin hvort af
öðru. Hitt er á allra vitorði, að hún
mat hann mikils. Eftir dauða hans
hefur hún stöðugt verið að leita að
manni, sem gæti orðið henni sú stoð
og stytta sem Mauritz Stiller var
meðan hans naut við.
Þegar Greta var orðin ein sins
liðs, tók hún saman föggur sínar
og flutti frá Miramarhótelinu, þar
sem svo margt minnti hana á Stiller.
Hún sökkti sér niður í starf sitt og
hugsaði ekki um annað en það, en
þó fór því fjarri, að það fullnægði
henni. Hún var orðin leið á að leika
konu, sem dregur menn á tálar og
hrindir þeim í ógæfu.
Um þessar mundir var verið að
taka myndina The Single Standard
og var sagt í auglýsingu um þá
mynd, að þar kæmi Greta Garbo
fyrst fram i alamerísku hlutverki.
Dag nokkurn fékk Greta óvænta
frétt: John Gilbert hafði kvænzt leik-
konunni Ina Claire. Blaðamaður einn
spurði Gretu hvernig henni félli
fréttin. ,,Ég vona að Gilbert verði
hamingjusamur," sagði hún og gekk
burt.
Vegna þess að Greta neitaði að
ræða frekar um giftingu Johns Gil-
berts, voru öll blöð full af bollalegg-
ingum um tilfinningar hennar. Sumir
sögðu að Gilbert hefði svikið hana
og væri hún svo eyðilögð, að hún
hefði í hyggju að hætta að leika f
kvikmyndum og halda heim til Sví-
þjóðar. Aðrir sögðu að Gilbert hefði
hótað að drepa þau bæði, ef hún
gengi ekki að eiga hann. Hann hefði
fengið hryggbrot og síðan gifzt Claire
í fússi.
En þeir, sem bezt þekktu til, voru
þeirrar skoðunar að gifting Gilberts
hefði ekki verið mikið áfall fyrir
Gretu, hún hefði aðeins verið hrifin
af honum í hálfan mánuð, en hann
bæri hinsvegar sama hug til hennar
enn. Ummæli Gilbers sjálfs styðja
þessa skoðun. Hann komst nokkrum
árum seinna svo að orði, í samtali
við eina af vinkonum sínum: ,,Margir
karlmenn iifa og deyja án þess að
hafa kynnzt hinni einu sönnu ást.
Svo er guði fyrir þakkandi, að ég