Úrval - 01.02.1956, Page 48

Úrval - 01.02.1956, Page 48
46 ÚRVAL Staða þeirra er viðurkennd, næstum virt. Til þess að rétt- læta tilvist tötramannanna gera Frakkar mikið úr myndríkum sérkennum þeirra: rétt eins og eina takmark þeirra í lífinu sé að líkjast mynd Murillos, ,,Betl- arar“, í Louvresafni. Með þessu er gefið í skyn, að tötramaður- inn hafi kosið sér þetta hlut- skipti af ást sinni á algeru frelsi. Okkur er sagt, að hann sé eins- konar heimspekingur, maður sem heldur uppi merkri ogfornri hefð. Var ekki Díógenes fyrsti tötramaðurinn ? Einnig hann lifði hundalífi. Einnig hann ýtti á undan sér barnavagni — eða öllu heldui’ tunnu — svaf á strætum úti og var þurftaminni en nokkur annar. Það breytir engu þótt hann hafi verið son- ur bankastjóra: gamall tötra- maður, sem sjá mátti á götum Parísar þar til fyrir fáum árum, var sonur La Goulue, sem Tou- louse-Lautrec gerði ódauðlegan með teikningum sínum og lét tattúera mynd af á brjóst sér, og konungborins manns, sem öll París þekkti. Skáld hafa þeir líka átt: aðeins frægð og and- lát fyrir aldur fram varnaði því að Verlaine gengi að fullu og öllu í bræðralag þeirra. Getur nokkur, með þetta í huga, efazt um, að það sá jákvætt starf að vera clochard? En þessi glansmynd er blekk- ingarskjöldur, sem við bregðum ósjálfrátt upp milli okkar og hins nöturlega veruleika. Við notum hana sem afsökun til að skjóta okkur undan ábyrgð á þessu ástandi. Tötramenn Parísar eru ekki skipulögð stétt, eins og þeir voru einu sinni, á þeim dögum þegar þjóðfélagsvélin var ófull- komnari en hún er nú. Þeir eru í rauninni veglausir eftirlifend- ur tapaðrar orustu: orustu lífs- ins. Tötramaðurinn er maður sem hættur er að berjast, sem gefizt hefur upp skilyrðislaust. Örmagna á sundi sínu á úthafi mannlífsins, þar sem hvergi sér til lands, hefur hann lagt hend- ur í skaut og látið sig sökkva. Það er ekki hægt að ferðast með léttari mal en hann. Hann hefur varpað frá sér öllum metnaði, draumum, vonum, jafnvel örvæntingu. Hann lætur berast þangað sem straumar til- viljunarinnar bera hann, næst- um efnisvana. Sjóndeildarhring- ur hans er líðandi stund. Þó að hann sé fullur af sögum, á líf hans sér enga sögu. Öllu, sem að höndum ber, tekur hann möglunarlaust, eins og það sé eðlilegt. Smæð mannsins hefur fundið í honum tákn sitt. Hann tórir af því að honum hefur tekizt að finna „lífið í dauðan- um“, eins og Yeats orðar það. Og þessvegna er það, að þegar við mætum honum á förn- um vegi virðist okkur hann jafnlítilvægur og óraunveruleg- ur og Hades í víti. Ekkert get- ur framar haft áhrif á hann, ef frá er talinn dauðinn, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.