Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 10

Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 10
8 tJRVAL til þess að sambúðin sé góð. Það er einmitt á þessum árum, sem karlmaðurinn er á hátindi starfsferils síns. Það lætur vel í eyrum, en það merkir einnig, að hann á ekki eftir að kom- ast lengra, og að hann verður nú að reyna að sætta sig við að eiga framtíðina að baki sér. Allt hefur þetta 1 för með sér innri baráttu í lífi karlmanns- ins, og oft reynir hann að spyrna við broddunum með því að leita annarra úrræða, sem eiga að færa honum heim sann- inn um, að hann sé enn ungur og karlmannsgeta hans óskert. Til þess þarfnast kynhugð hans nýs þolanda (nýrra kvenna), og hin innri barátta leiðir þannig til árekstra í hjónabandinu. Frjóbrigði konunnar koma á hinn bóginn áður en hún nær fimmtugu og hinar líffræðilegu breytingar færa henni enn á- þreifanlegar heim sanninn um það, að frjósemisskeiði ævinnar sé nú að fullu lokið, og veldur það svipaðri innri baráttu hjá henni og karlmanninum. En svo undarlega bregður við, að kyn- hugð konunnar dofnar alls ekki með frjóbrigðunum, jafnvel þvert á móti, og þverrandi áhugi mannsins á henni sem ástmey setur hana ósjaldan í mikinn vanda, einkum ef hún þarf jafn- framt að horfa á manninn gefa yngri konum vaxandi gaum. Þessi ár eru síðasta alvarlega erfiðleikatímabilið í hjónaband- inu. I sjálfu sér á þverrandi kynhugð ekki endilega að þurfa að vekja kvíða og vonbrigði. Kynhugðin færir ekki aðeins gleði. Henni fylgja einnig ótti og árekstrar og þarflaust er að sækjast eftir því að vera áfram í járngreipum hennar. Á þess- um aldri eiga hjón að hafa eign- azt svo margt sameiginlegt, sem einmitt með þverrandi kynhugð getur fengið tækifæri til að skipa meira rúm í lífi þeirra. Ég hef hér að framan rætt ýms vandamál hjónabandsins, þótt mörgum sé sleppt. Von mín er, að eitt hafi orðið mönnum Ijóst: að hvert sem vandamál- ið er, verða menn að þekkja eitthvað til eðlis þess og orsaka, til þess að unnt sé að leysa það. Þekkingarleysi mannsins um sjálfan sig, um hvatalífið og sambúð kynjanna yfirleitt, van- þekking á ólíku eðli kynjanna, er að minnsta kosti jafntíð or- sök erfiðleika og margt annað. Ég get tæpast hugsað mér nokkur hjón, sem ekki hafa ein- hvern tíma þörf fyrir álit óvil- halls, sérfróðs manns á vanda- málum þeirra. Þessvegna finnst mér mikilvægara, að til séu menn, er geti veitt sérfræði- legar leiðbeiningar, ráð og gæzlu, heldur en menn sem sí- fellt eru að prédika hvað sé rétt og hvað rangt. Það er lítill vandi að kveða upp dóma, en það er erfitt að vera maður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.