Úrval - 01.02.1956, Síða 10
8
tJRVAL
til þess að sambúðin sé góð.
Það er einmitt á þessum árum,
sem karlmaðurinn er á hátindi
starfsferils síns. Það lætur vel
í eyrum, en það merkir einnig,
að hann á ekki eftir að kom-
ast lengra, og að hann verður
nú að reyna að sætta sig við
að eiga framtíðina að baki sér.
Allt hefur þetta 1 för með sér
innri baráttu í lífi karlmanns-
ins, og oft reynir hann að
spyrna við broddunum með því
að leita annarra úrræða, sem
eiga að færa honum heim sann-
inn um, að hann sé enn ungur
og karlmannsgeta hans óskert.
Til þess þarfnast kynhugð hans
nýs þolanda (nýrra kvenna), og
hin innri barátta leiðir þannig
til árekstra í hjónabandinu.
Frjóbrigði konunnar koma á
hinn bóginn áður en hún nær
fimmtugu og hinar líffræðilegu
breytingar færa henni enn á-
þreifanlegar heim sanninn um
það, að frjósemisskeiði ævinnar
sé nú að fullu lokið, og veldur
það svipaðri innri baráttu hjá
henni og karlmanninum. En svo
undarlega bregður við, að kyn-
hugð konunnar dofnar alls ekki
með frjóbrigðunum, jafnvel
þvert á móti, og þverrandi áhugi
mannsins á henni sem ástmey
setur hana ósjaldan í mikinn
vanda, einkum ef hún þarf jafn-
framt að horfa á manninn gefa
yngri konum vaxandi gaum.
Þessi ár eru síðasta alvarlega
erfiðleikatímabilið í hjónaband-
inu. I sjálfu sér á þverrandi
kynhugð ekki endilega að þurfa
að vekja kvíða og vonbrigði.
Kynhugðin færir ekki aðeins
gleði. Henni fylgja einnig ótti
og árekstrar og þarflaust er að
sækjast eftir því að vera áfram
í járngreipum hennar. Á þess-
um aldri eiga hjón að hafa eign-
azt svo margt sameiginlegt, sem
einmitt með þverrandi kynhugð
getur fengið tækifæri til að
skipa meira rúm í lífi þeirra.
Ég hef hér að framan rætt
ýms vandamál hjónabandsins,
þótt mörgum sé sleppt. Von mín
er, að eitt hafi orðið mönnum
Ijóst: að hvert sem vandamál-
ið er, verða menn að þekkja
eitthvað til eðlis þess og orsaka,
til þess að unnt sé að leysa það.
Þekkingarleysi mannsins um
sjálfan sig, um hvatalífið og
sambúð kynjanna yfirleitt, van-
þekking á ólíku eðli kynjanna,
er að minnsta kosti jafntíð or-
sök erfiðleika og margt annað.
Ég get tæpast hugsað mér
nokkur hjón, sem ekki hafa ein-
hvern tíma þörf fyrir álit óvil-
halls, sérfróðs manns á vanda-
málum þeirra. Þessvegna
finnst mér mikilvægara, að til
séu menn, er geti veitt sérfræði-
legar leiðbeiningar, ráð og
gæzlu, heldur en menn sem sí-
fellt eru að prédika hvað sé rétt
og hvað rangt.
Það er lítill vandi að kveða
upp dóma, en það er erfitt að
vera maður.