Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 17
AÐ HUNDRAÐ ÁRUM LIÐNUM
15
frumpartanna setur þeim efn-
um, sem úr þeim eru gerð tak-
mörk. Maðurinn getur t. d. ekki
vaxið nema í ákveðna stærð án
þess að breyta lögun, ef beinin
eiga að geta borið hann; væri
hann eins stór og tunglið, yrði
hann að vera hnöttóttur, því að
„ekkert efni gæti myndað háls,
er gæti borið slíkt höfuð án þess
að brotna“. Eitter það sem styð-
ur manninn í viðleitni sinni til
að ná valdi yfir náttúrunni. Þó
að hann sé vissulega „óskaplega
veikburða" í samanburði við
náttúruöflin, gerir vald hans yf-
ir orkunni honum oft kleift að
notfæra sér það lögmál, sem
felst í málshættinum „oft veltir
lítil þúfa þungu hlassi“. Stórum
klett, sem stendur tæpt á hárri
fjallsnöf, má auðveldlega velta
fram af og hleypa þannig af
stað skriðu. Með handfylli af
joðsilfri er hægt að framkalla
rigningu á stóru svæði. Það eru
til mörg svipuð kerfi, bæði líf-
ræn og ólífræn, sem aðeins þarf
lítinn lykil til að leysa úr læð-
ingi. Lykillinn er að sjálfsögðu
ekki alltaf auðfundinn, eða auð-
velt að sjá fyrir afleiðingarnar
af notkun hans. „Víðtæka þekk-
ingu og djúpan. skilning," segir
Thomson, „þarf sá að hafa, sem
grípa vill þannig inn í gang nátt-
úrunnar."
Þegar Thomson hefur lokið að
greina í stuttu máli frá þeim
takmörkunum, sem tækninni eru
sett og getið þess sem ekki mun
gerast á næstu öld, tekur hann
að spá um það sem verða muni.
Hann ræðir um orkumál fram-
tíðarinnar, efni, samgöngur,
firðsamband, veðurfræði, mat,
hagnýta líffræði, félagsmál, vél-
ar til að leysa viðfangsefni miklu
flóknari en þau sem vér getum
ráðið við nú. Er hér um að ræða
fágætlega skýra og gagnorða
greinargerð fyrir helztu vanda-
málum nútímavísinda og tækni,
svo og vísbendingar og getgát-
ur um það hvernig þau muni
verða leyst.
Mikið hefur verið skrifað um
orkumál framtíðarinnar. Útlitið
í þeim málum var næsta alvar-
legt áður en kjarnorkan kom
til sögunnar. Sumir sérfræðing-
ar eru jafnvel enn vantrúaðir
á kjarnorkuna. Thomson greiðir
á ljósan hátt úr þessum málum
og tekur af skarið í ýmsum at-
riðum: mikið er enn til af stein-
gerðu eldsneyti, einkum kolum,
á hinn bóginn er sóunin í nýt-
ingu orkunnar svo gegndarlaus,
að líkja má við það, ,,að húsið
væri brennt til að steikja svin-
ið“; hagnýtingu sólarorkunnar
hefur ekki verið nægilegur
gaumur gefinn; rafmagn fram-
leitt með kjarnorku verður yfrið
nóg um langa framtíð, þótt ekki
sé þar með sagt, að það verði
ódýrt.
Skip munu almennt verða
knúin kjarnorku um það bil sem
olíulindirnar þrýtur. Benzín-
hreyfillinn er þegar orðinn úr-
eltur og bíður þess eins að fund-
inn verði upp fullkomnari raf-