Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 101
GRETA GARBO
99
er ekki einn af þeim. Það hefur ekki
liðið sá dagur síðan leiðir okkar
Flicku (gælunafn hans á Gretu Gar-
bo) skildust, að ég hafi ekki sakn-
að hennar. Og ég hugsa að hún
hafi borið sama hug til mín.“
Þegar umtalið um hjúskap Gil-
berts stóð sem hæst, afréð Greta að
draga sig eins mikið í hlé og henni
væri unnt. Hún keypti sér einbýlis-
hús á rólegum. stað og réði til sín
ung, sænsk hjón til að annast heim-
ilisstörfin.
,,Weltselimerz“.
Þegar Greta hafði lokið dagsverki
sinu í kvikmyndaverinu, flýtti hún
sér jafnan heim og hélt þar oftast
.kyrru fyrir. Þetta varð til þess að
umtalið um hana jókst um allan
helming. Hún var kölluð „Leyndar-
dómur Hollywood nr. 1“, „Norræni
Sfinxinn" o. s. frv. Blöð og tímarit
birtu fjölda af greinum um hana og
lifnaðarhætti hennar. Einn greinar-
höfundurinn skrifaði m. a.: „Það er
ekkert dularfullt í fari hennar, nema
ef vera skyldi hinn leyndardómsfulli
■og óbærilegi sársauki, sem býr í
hugarfylgsnum hverrar manneskju
_ . . Hún er undir sömu örlögum og
Chopin; hin slavneska móðir hans
kallaði þau zoll og Þjóðverjar nefna
þau weltschmerz — heimshryggð."
Helzta dægradvöl Gretu Garbo í
einverunni var að synda í sundlaug-
inni sinni, liggja í sólbaði, fara í
gönguferðir eða á hestbak. Á sunnu-
dögum fór hún venjulega í kvik-
myndahús, en oft fór hún þá til
næstu borga, þar sem minni hætta
var á að liún þekktist. Hún sá oft
myndir sínar tvisvar eða þrisv'ar, en
með nokkru millibili.
Skap Gretu, eins og flestra Svía,
var mjög háð veðurfarinu. Hún var
vön köldu og röku loftslagi, og átti
því erfitt með að þola þurrkana í
Kaliforníu. Oft för hún út í garð-
inn og lét úðann úr garðslöngunni
leika um sig unz hún var orðin hold-
vot. Stundum var hún I baðfötum,
en oftast fullklædd.
Þar sem holdafar Gretu virtist
ekki fara neitt eftir mataræðinu,
gat hún látið eftir sér að borða sað-
saman, sænskan mat, sem hún var
hrifnust af. Hún borðaði yfirleitt
alltaf heima og var ekkert sérvitur
hvað mataræðið snerti.
Greta Garbo talar.
Kringum 1930 var Greta Garbo
orðin viðurkennd drottning kvik-
myndaheimsins. Um sama leyti fór
allt á annan endann í Hollywood
vegna tilkomu talmyndanna. Frægir
og vinsælir leikarar hurfu af svið-
inu vegna þess að rödd þeirra full-
nægði ekki kröfum talmyndanna.
Baráttan var hörð, jafnvel fyrir leik-
ara, sem áttu enskuna að móðurmáli.
Erlendir leikarar eins og Pola Negri
og Emil Jannings og fjöldi annarra
gáfust upp og hurfu frá Hollywood..
Þegar svo var komið, hafði fólk
eðlilega mikinn áhuga á að fá úr
þvi skorið, hver yrðu örlög hinn-
ar sænsku kvikmyndadrottningar.
Hvernig myndi henni takast, þegar
hún færi að talá í myndum sínum ?
Hvorki Greta Garbo né M-G-M