Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 62
Príns frá Afríku sejjir frá siðum
og- venjum í landi sinu.
Kvennabúr föður míns.
Grein úr „The Digest of World Reading“,
eftir Okechukwu Xkejiani, prins.
FAÐIR minn, konungurinn, á
sextán tryggar konur. Ég
er einn þrjátíu og sex bama
hans. Það er ekki vegna þess
að hann er erfðakóngur, að
hann heldur kvennabúr. Hitt er
sönnu nær, að sú staðreynd, að
hann á margar konur, á drjúg-
an þátt í því að hann er virtur
þjóðhöfðingi í landi, sem brátt
mun öðlast fullt sjálfstæði.
Þetta land er Nígería. Við von-
umst til þess að fá fullt sjálf-
stæði innan tveggja áraogverða
um leið frjálsir aðilar að brezka
samveldinu. Okkur Nígeríu-
mönnum er vel Ijóst, að þegar
við tökum sæti á bekk með
frjálsum þjóðum, erum við lítt
kunnir umheiminum sem þjóð
og siðir okkar næsta framand-
legir í augum hans.
Væri Nígería lítið, afskekkt
land, mundu aðrar þjóðir lítinn
gaum gefa skipan þjóðfélags-
mála okkar. En íbúar Nígeríu
eru helmingi fleiri en íbúar Kan-
ada og landið þrisvar sinnum
stærra en Bretlandseyjar; hin
mörg hundruð mílna langa
strandlengja þess liggur að At-
lantshafi, hinni miklu þjóðbraut
vestrænnar menningar.
Nígerar eru með elztu þjóð-
um. Lög okkar og siðir eru af-
sprengi ævafornrar menningar.
Til samanburðar má geta þess,
að menning hins svonefnda
Salómonstímabils, sem menning
okkar er oft sett í samband við,
er 3000 ára gömul.
Fyrstu endurminningar mín-
ar eru frá þeim tíma þegar ég
lifði í samfélagi, sem girt var
háum múrum; innan þessara
múra voru mörg hús, fjöldi
barna á mínum aldri er voru
leiksystkini mín og margt full-
orðinna, sem annað hvort gerðu
það sem við báðum það um, eða
sögðu okkur hvað við ættum að
gera. Eini munurinn á þessu
lífi mínu og venjulegs bams var
sá, að öll börnin vom systkini
mín og fullorðna fólkið annað
hvort eiginkonur f öður míns eða
þjónustulið, og að þetta múr-
umgirta samfélag var eign
hans: hirð hans og fjölskylda.
Þetta samfélag var lítil borg
fyrir sig. Fyrir innan stóra hlið-
ið var einkahöll föður míns, þar