Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 68

Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 68
66 ÚRVAL morgunverður, miðdegisverður, kaffi, tiltekt, kaup — já, kaupin em orðin mér erfið. Ég get ekki borið eins mikið og áður — ég gleymi því sem mig vantar. Eig- um við mjólk og egg og smjör? Klukkan er sex, það er búið að loka — og ég gleymdi kaffirjóm- anum! Og þó ganga heimilisstörfin og önnur vanastörf ekki sem verst. Verra gengur með það sem til fellur. Að svara bréfum til dæmis. Ef bréf er lagt til hliðar, verður því ekki svarað fyrr en tilviljunin dregur það fram í dagsljósið. Stundum kem- ur það ekki fram í dagsljósið. Það hefur ,,týnzt“. Ég man að ég fékk það — en hvar hef ég látið það? Ég leita vandlega og lengi — ýmislegt gamalt og gleymt kemur í leitirnar, önn- ur bréf, sem ég les. Tíminn líður. Gömul vinkona mín sagði mér frá því, að hún hefði komið í heimsókn á elliheimili í fæðing- arbæ okkar. Hvað hafið þið fyr- ir stafni? spurði hún gamla fólk_ ið. Við erum alltaf a'ð leita,“ sagði gömul kona. Þessi saga rifjast oft upp fyr- ir mér, þegar eitthvað vill ekki koma í leitirnar. Verst er þegar eitthvað mikilvægt gleymist. Ég átti að ná í heimilisfang fyrir veika vinkonu mína. Ég gleymdi því — þangað til hún minnti mig á það, næst þegar ég heimsótti hana. Hún varð undrandi — og sárnaði kannske dálítið. Maður verður að gæta þess að hafa góða reglu á öllum hlutum þegar maður er orðinn gamall, sagði móðir mín oft. Annars fer allt í handaskolum. Já, maður verður að skrifa. sér til minnis ■— og má ekkí týna minnisblaðinu. Maður verð- ur að hafa bréfamöppu — helzt með registri. Og það tek- ur tíma. Þetta er þó ekki líkt bernsk- unni, segir þú. Jú, skorturinn á samhengi, einbeitingu að verk- efni líðandi stundar og takmörk- uð yfirsýn -—■ þetta er eðli barnsins. Heimur öldungsins dettur smám saman sundur í atóm, sem eitt sinn í fjar- lægri bernsku voru tengd sam- an í starfrænan, heilsteypt- an veruleika. Við gamla fólkið ættum auðveldlega að geta fyr- irgefið hvert öðru, þó að við gleymum. Við ættum að minna hvert annað á og varast að láta gleymskuna gera okkur gramt í geði og flýta okkur of mikið að vinna upp það sem vanrækt hefur verið eða að leita að því sem hefur týnzt. Því að það hækkar blóðþrýst- inginn. Það eru sjálfsagt fleiri en ég sem fundið hafa fargið á brjóst- inu, kvíðann sem ætlar að þrýsta hjartanu úr brjóstinu. Ég kalla það blóðþrýstingstil- finninguna — en það er kannski bara hjartað? En hvort heldur sem er, þá er það öryggislokan sem varar við hættunni á sprengingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.