Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 6

Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 6
4 trHVAL finna skyndilega, og ef til vill með sársauka, hve einveran er ófullnægjandi, og verða jafn- framt gripinn sterkri löngun til að binda enda á hana. I ástinni tekst mönnum að nokkru leyti að sigrast á ein- semdinni. Elskendurnir sam- samast að meira eða minna leyti. Þar með eru örlög, hamingja og þjáningar beggja orðin mikil- vægt málefni. Sá sem elskar af öllu hjarta, gleðst af því að hafa öðlazt hlutverk í lífi annarrar manneskju, hlutverk sem getur heimtað bæði starf og fórnir, já, þjáningar. Það er ekki nema andlega fullþroska fólk, sem komizt getur öllu lengra en á stig ástarþrármnar. Sú ást sem ekki leitar síns, er að minnsta kosti lítt reynd. Við þörfnumst hvors annars. Bæði tvö. Já, en þau verða einn- ig bæði að nokkru leyti að geta uppfyllt þarfir hvors annars. Það eru hversdagsleg sannnindi, að í þessu efni brestur oft á um efndir. Einmitt þegar hin fyrsta ástarþrá er heitust, er hættan mest á því að fyrstu árin færi með sér sárustu vonbrigðin með gagnkvæmum ásökunum, deil- um eða sjálfsásökunum, sam- fara ótta og kvíða. Hæfileikinn til að láta sér þykja vænt um þann, sem full- nægir þörfum manns er þegar fyrir hendi í ungbarninu. Hæfi- leikinn til að elska þann sem gerir kröfur til manns, öðlast maður með aldrinum. En aðeins við sérstakar aðstæður, og þær aðstæður munu sjaldast vera fyrir hendi í sínu ákjósanleg- asta formi. Menn læra að elska og hata, kenna öryggis eða ótta, sannreyna manngildi sitt eða kynnast vanmáttarkennd á svip- aðan hátt og menn læra að tala, þ. e. í umgengni og samskipt- um við aðra menn og umhverfi sitt í uppvextinum. Með því að umhverfi mannsins er ekki ann- að en venjulegir ófullkomnir menn, fer ekki hjá því að árang- urinn verði ófullkominn. Það er svo margt, sem barnið þarfnast til þess að það geti þroskazt eðlilega, og ófullkomleiki um- hverfisins afvegaleiðir og orkar til tafar á þroskann. Barnsleg viðhorf: kröfugirni, öryggis- leysi, vanmáttur, þrjózka og tor- tryggni fylgja barninu fram á fullorðins ár. Þannig geta menn sem fullorðnir orðið skotnir án þess að geta elskað. Þörfin á að láta fullnægja sér býr í þeim, en ekki hæfileikinn til að full- nægja öðrum. Vanþroski af þessu tagi og að öðru leyti skortur á hæfileika til samlífs við annað fólk er meginorsök þess ástands, sem við tauga- læknar köllum geðveilu (neur- ose). Geðveilan hefur alltaf sín- ar félagslegú, sammannlegu hliðar. Hversu mjög sem hinn geðveili reynir að leyna því og hversu vel sem honum tekst það stundum, er hann alltaf á ein- hvern hátt óöruggur gagnvart örðum og andhverfur í viðhorf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.