Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 92

Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 92
90 ÚRVAL Gösta. Berling. Hann missir hemp- una og verður gerspilltur, en bjarg- ast fyrir ást fagurrar og' saklausrar stúlku, Elísabetar Dohna — en það var hlutverk hennar sem Greta Gustavsson átti að fara með. Þegar farið var að taka myndina, varð öllum í kvikmyndaverinu Ijóst, að Stiller hafði mikinn áhuga á hinni hæglátu ungu stúlku, sem lék hlutverk Elísabetar Dohna. Hann eyddi mörgum klukkustundum í at- riði sem hún kom fram í, lét taka þau hvað eftir annað. Hann var þolin- móður og uppstökkur á víxl og hélt kvikmynduninni sleitulaust áfram, unz Greta og hinir leikararnir voru komnir að niðurlotum — og honum tókst að ná því marki, sem hann hafði sett sér. Kunnugur maður hef- ur sagt: „Það var þung þraut fyrir Gretu að leika i Gösta Berlings Saga — hún brast oft í grát." Eftir því sem vikurnar liðu, fór áhrifa Stillers á líf Gretu að gæta utan kvikmyndaversins. Þau sáust æ oftar saman í leikhúsum og á veitingastöðum. Hann sagði henni hverju hún ætti að klæðast og hvað hún ætti að segja og hjálpaði henni eins og hann gat til að yfirbuga feimnina, sem háði henni talsvert. 1 augum hinna veraldarvönu félaga Stillers var hún ekkert dulúðug, heldur bara saklaus og einföld. Þeim þótti hún að visu fríð og fönguleg —• það tóku allir eftir löngu augna- hárunum — en þeir töldu hana skorta persónuleika. Það sem þessir nýju kunningjar Gretu vissu ekki, var það, að hún var að breytast í nýja persónu, samkvæmt hugmynd Stillers um hvernig „stjarna" ætti að vera. XJm það leyti, sem lokið var við að kvikmynda Gösta Berlings Saga, hafði Stiller náð föstum tökum á skjólstæðing sínum. Hún gerði ekk- ert nema með leyfi hans, umgekkst ekki aðra en þá, sem hann mælti með og var búin að taka upp nafnið, sem hann vildi að hún bæri. Hún hafði sótt urn leyfi til að breyta um nafn og hét nú Greta Garbo. „Stjarnan“ var fædd, að minnsta kosti að nafninu til. * Kvikmyndin Gösta Berlings Saga var sýnd í fyrsta skipti i marz- mánuði 1924 í Stokkhólmi. Þar sem myndin var mjög löng, stóð yfir í tæpa f jóra klukkutíma, var hún sýnd i tveim hlutum. Stiller fór með Gretu Garbo á frumsýningarnar, sem fóru fram með allmikilli viðhöfn. Myndin hlaut þó ekki að öllu leyti góðar viðtökur. Almenningur var yfirleitt hrifinn af myndinni, en ummæli gagnrýn- enda voru ekki jafnlofsamleg. Einn gagnrýnandinn sagði, að myndin væri „laglega sviðsett mistök". Aðrir voru ekki jafnharðir í dómum sínum, en kvörtuðu yfir því, að Stiiler hefði ekki fylgt söguþræðinum nógu vel, sérstaklega væri það ámælisvert, að hann hefði látið myndina enda vel. Leikkonan, . sem seinna átti eftir að vera ímynd hins viðsjála og kald- geðja freistara, var i þessu fyrsta alvarlega hlutverki sínu eins og sak- laus, þybbinn engill. Það varð hvorki ráðið af leik hennar né útliti, að hún yrði síðar tákn þeirrar kven- I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.