Úrval - 01.02.1956, Page 20

Úrval - 01.02.1956, Page 20
18 ÚRVAL reyna að bræða Grænlands- jökul og ísinn í norðurhöfum með kjarnorku og breyta þannig loftslagi á stórum svæðum. En það væri líka hægt að hafa áhrif á veðrið með því að dreifa næf- urþunnu lagi (eins og atóm á þykkt) af dökku efni yfir jörðina; það mundi drekka í sig geislahita frá sólinni. Til þess að þekja alla jörðina mundi þurfa um milljón lesta og væri slíkt enganveginn óframkvæm- anlegt. En hitt er ekki jafnvíst, að árangurinn yrði æskilegur. Tilraunir til að framkalla rign- ingu hafa enn borið vafasaman árangur og Thomson telur ekki unnt að spá um hvernig það muni takast í framtíðinni. Rækt- un á stórum eyðimörkum getur bætt loftslagið. En hafa ber hugfast, að breyting á gróður- fari á einu svæði getur haft skaðleg áhrif á loftslag annars- staðar. Það er því einnig póli- tísk hlið á þessum málum, og sú hlið getur valdið erfiðleik- um. Síðasti kafli bókarinnar, þar sem Thomson hugleiðir ýmsar hliðar á samgöngum í víðtæk- ustu merkingu þess orðs, er einkar fróðlegur og skemmti- legur. Mjög lítið er vitað hvernig starfsemi heilans fer fram, en sú þekking mun vaxa. Hinar miklu rafeindareiknivélar, eða ,,rafeindahéilar“ eins og þær hafa verið kallaðar, munu hjálpa til þess, svo og rann- sóknir í lífeðlisfræði. Þekking vor nægir þó til þess að gera oss ljóst, að þessi litli, marg- brotni holdkeppur í höfuðkúpu vorri ,,með sínum tíu þúsund milljónum starfshluta og ótölu- legum millitengslum tekur langt fram því sem vér mun- um nokkurn tíma geta búið til.“ Gerum ráð fyrir, að vér öðl- umst dýpri skilning á starf- semi heilans en vér höfum nú, gerum ráð fyrir að vér fáum einhverja innsýn í það sem ger- ist þegar hugmyndir, siðvenjur, fordómar, óskir og aðrar kennd- ir verða til. Heimspekingar og raunar allir hafa um langan ald- ur metið sjálfsþekkinguna mikils og talið hana höfuðkost. Mundi hún verða áfram í met- um, ef hún leiddi í ljós, að or- sakir ósérplægni, umburðarlynd- is, góðvildar og annarra dyggða. væru margvíslegir rafstraumar ? Margt af því sem mennirnir meta mikils gæti farið forgörð- um við slíka sjálfsskoðun. Það er nógu hættulegt að hafa kynnzt leyndardómum atóms- ins, en gerum ráð fyrir, að vér skildum, á sama hátt og vér skiljum gang rafmagnsþvotta- vélar, hversvegna vér hlæjum, erum trúuð eða dáum málarann Matisse. Hve lengi myndu þessi mæti halda gildi sínu eftir að uppruni þeirra og eðli hefur verið skráð sem rafstraumslínu- rit á blað? Thomson telur þó, að möguleikinn á því að skrá mannleg viðbrögð sem línurit. rafsegulstrauma þurfi ekki endi-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.