Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 26
24
TJRVAL
í þögn og endar í þögn. Hann
tók snöggt viðbragð, hver taug
í líkama hans var þanin. Drekk-
ið wisky, sagði hann. Ég vissi
ekki hvað ég átti að gera. Ég
hellti í glas handa unga mann-
inum og sjálfum mér og við
supum á.
Borgarlífið, sagði ég. Járn-
brautir, skip, skýjakljúfar, neð-
anjarðarbrautir, verksmiðjur,
vélar, hávaði — hvaða áhrif
hefur það?
Mér fannst ég vera sauð-
heimskur.
Hann varð æstur og byrjaði
að tala á sinni eigin tungu.
,,Hann getur ekki svarað því,“
sagði ungi maðurinn. „Það er
allt í tónlist hans.“
,,Ég bið afsökunar á þessum
spurningum,“ sagði ég. „Ég get
hlaupið yfir nokkrar þeirra.“
Hann talaði finnsku og ungi
maðurinn túlkaði: Pegurð og
sannleikur. Honum geðjast ekki
að orðunum. Öðru máli gegnir
um tónlistina. Allir eru með
fegurð og sannleik á vörum.
Hann er enginn spámaður. Að-
eins tónskáld.
Og bráðlynt, vingjarnlegt
brosið í meitluðu andlitinu.
„Drekkið wisky,“ sagði hann
á ensku.
Ég vék að spurningunni um,
hvað það sé sem skapar mikil-
mennið.
„Nei,“ sagði hann á ensku.
„Þetta er ekki hægt að tala
um.“
Það var ágætt. Það var rétt.
Það var heimskulegt að tala
um það. Hann var of skynsam-
ur til þess að fara að blekkja
með orðum. Hann breytti því í
tónlist. Ég var hrifinn af því,
að hann skyldi vera svona ung-
ur, svona unglingslegur, svona
æstur, ókyrr, ákafur, óþolinmóð-
ur, svona furðulega saklaus, og
á leiðinni til Helsinki opinber-
aðist mér hin hreina, tær tón-
list í svipmóti landsins.
Hagsýni.
Þegar Skotinn Sandy gekk í tennisklúbb, sagði einn af
vikadrengjunum, sem höfðu það starf að sækja boltana, að
það væri siður að skrifa nafn eigandans á all boltana hans.
ef þeir skyldu tapast.
,,Ágætt,“ sagði Sandy. „Skrifaðu þá Sandy McTavish."
Drengurinn gerði það.
„Skrifaðu svo fyrir neðan: Læknir," sagði Sandy.
Drengurinn gerði það.
„Og vel á minnst," hélt Sandy áfram. „Þú getur skrifað
þar fyrir neðan: „Viðtalstími kl. 2—5.“
— Constellation.