Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 78

Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 78
76 ÚRVAL í kynfrumurnar. Um arfgenga sjúkdóma, sem svo eru nefndir, svo sem sýfilis, gegnir sama máli og ofdrykkju. P. B.: Eins og þér hafið bent á, er meginmunurinn á lífi mannanna og dýranna sá, að t. d. maurar, sem hafa verið einangraðir og ekki alizt upp í maurasamfélagi, gera sér í fylling tímans mauraþúfu ná- kvæmlega eins og aðrir maurar þó að þeir hafi aldrei lært það; en ef mannsbarn væri alið upp í einangrun, mundi því ekki koma að neinu gagni reynsla og menning liðinna kynslóða, það stæði uppi eins og frum- maðurinn, yrði að byria frá grunni. Er þetta ekki of djúpt tekið í árinni, of fræðileg fullyrðing? Skortir okkur ekki einhverja sannfærandi tilraun áður en við getum fullyrt afdráttarlaust, að ekkert, enginn minnsti vottur neins, sem maðurinn hefur á- unnið sér, geti orðið honum eðl- islægt? Þesskonar sannfærandi tilraun verður raunar aldrei hægt að gera, því að enda þótt við getum einangrað maura, hefur aldrei verið gerð tilraun til að einangra mannsbarn. Eru félagsfræðingar og líffræðingar sammála um þetta atriði? J. R.: Það er án efa rétt, að slík tilraun hefur aldrei ver- ið gerð, og verður af augljósri ástæðu aldrei gerð. En það vill svo til, að nokkur óvenjuleg at- vik hafa gerzt til þess að varpa nokkru ljósi á þetta at- riði. Eitt þeirra er sagan um litlu ,,úlfa-stúlkurnar“, sem þér munuð án efa hafa heyrt. Prest- ur á Indlandi fann úti í skógi tvær litlar telpur, sem virtust hafa orðið viðskila við foreldra sína sem ungbörn og alizt upp hjá úlfum. Þegar telpurnar fundust, var önnur á að gizka sjö ára, og hin miklu yngri. Báð- ar höguðu sér eins og dýr. Þær kunnu að sjálfsögðu ekki að tala. Á nóttunni ýlfruðu þær og þær skriðu á fjórum fótum og löptu í stað þess að drekka eins og menn. Sú yngri lifði aðeins skamma stund eftir að hún fannst. En sú eldri, sem dó um það bil sautján ára, naut í tíu ár venjulegs upp- eldis og fræðslu. Hún lærði að ganga að mestu leyti upprétt, en orðaforði hennar varð aldrei meiri en 48 orð. Henni tókst aldrei að verða fyllilega „mann- leg“ í háttum, ,,úlfseinkennin“ loddu við hana. Auðvitað verður okkur fyrst fyrir að hugsa, hvort þetta barn hafi ekki verið fæddur fáráð- lingur. Þeirri spurningu verður aldrei svarað. En skynsamlegt virðist vera, að gera ráð fyrir, að bernskan og æskan séu það sem kalla mætti mótunarskeið í ævi mannsins, og að eftir að því skeiði er lokið, sé vonlaust að ætla sér að „kenna honum átið“ — láta hann tileinka sér menningu. Sagan af ,,úlfatelpunum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.