Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 70
Börn 20. aldarinnar eru 200.000 ára gömul
Úr bókinni „Life, the Great Adventure",
eftir Jean Rostand og- Panl Botlin.
Hér fcr á eftir þriðji kafli úr bókvnni „Life, thc Grcat Aclventuref1
aem er sanital milli hins frav.ska liffræOinys Jean Rostand og blaða-
■mannsins Paul Bodin. Tveir fyrstu kaflarnir birtust % tveim síðustu
hcftum Úrvals og visast til greinagerðar um bókina í 5. hefti fyrra
árg. 1 fyrsta kaflanum rœddu þeir félagar um uppruna lífsins og
þróun þess, í öðrum kaflanum um uppruna mannsins og þróunar-
kenninguna. 1 þessum kafla ræða þeir um þroskainöguleika manns-
'ms, arfgengi eiginleika, áunninna og eðlislœgra og ýmsar þœr kenn-
ingar, sem uppi hafa verið og ern um þau atriði.
Paul Bodin: Þegar við virð-
um fyrir okkur hina löngu röð
forfeðra okkar, getum við ekki
afdráttarlaust bent á einn stað
í röðinni og sagt: Þarna hætta
dýrin og þarna byrjar maður-
inn. Þér hafið í bók yðar, Pen-
sées d’un Biologiste (Hugleið-
ingar líffræðings), sagt um
þetta atriði: ,,Það skiptir ekki
miklu máli hvort Javamaður-
inn var mennskur eða for-
mennskur, hvort hann kveikti
eld og bjó til steináhöld. En er-
um við beinir afkomendur hans ?
Það verður að segja hverja sögu
eins og hún gengur: í ættfræði
er næstum allt getgátur." Þetta
kann að nægja vísindamannin-
um, en í okkur leikmönnum ær-
ir það aðeins upp sultinn.
Jean Rostand: Ég hefði nú
haldið hið gagnstæða! Þó að
ég geti vel skilið að vísindamað-
urinn, mannfræðingurinn, sé
fullur áhuga á því að rannsaka
hvern einstakan hlekk í ættlegg
mannsins, hefur mér alltaf virzt
að leikmaðurinn geri sig ánægð-
an með að vita, að sá ættlegg-
ur skuli vera til, og að á þeim
ættarmeiði séu formennskar ver.
ur, sem voru uppi löngu áður
en maðurinn kom til sögunnar.
P.B.: Látum svo vera, við
skulum þá byrja á frummönn-
unum, hinum forsögulegu mönn-
um. Ef til vill höfum við þar
fastara land undir fótum. Þér
hafið oft látið í ljós þá skoðun,
að frá líffræðilegu sjónarmiði
sé maðurinn í öllu sem máli
skiptir alveg eins og hinir for-
sögulegu forfeður hans, sem