Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 64
62
tJRVAL,
manns hennar, að hún klæðir
sig jafnan mjög einföldum bún-
ingi, nema þegar hún ætlar að
vera ein með manni sínum.
Þær konur, sem ekki búa í
konungshúsinu, lifa kyrrlátu lífi.
A morgnana sýsla þær við heim.
ilisstörf og eftir hádegið koma
þær saman í aðalgarðinum til
þess að líta eftir öllum börnum
fjölskyldunnar og skrafa saman
að hætti kvenna.
Konur í kvennabúrum í Níg-
eríu eru merkilega lausar við
afbrýðisemi. Það er að nokkru
leyti því að þakka, að staða
Nígeríukonunnar er trygg, enda
þótt hún sé aðeins ein af mörg-
um eiginkonum manns síns. Hún
veit, að hún mun alla tíð njóta
ástar og virðingar og að séð
mun verða fyrir henni. Allt frá
fyrstu bernsku er hún alin upp
með það fyrir augum að gera
hana hæfa til að taka að sér
þessa þjónustu. Hún gengur í
hjónaband með þeim ásetningi
að þjóna manni sínum og ala
honum mörg börn, er orðið geti
honum, henni sjálfri og allri
fjölskyldunni til sóma..
Tryggð við eiginmanninn er
þó ekki því til fyrirstöðu, að
konurnar sýni hver annarri holl-
ustu og trúnað. Það er t. d. sjálf-
sagður hlutur, að konan noti sér
ekki sérstöðu sína þann hálfa
mánuð sem hún gegnir eigin-
konuskyldum sínum, til að bera
í eyru manns síns slúður um
aðrar konur hans. Þegar beita
þarf refsingum í kvennabúrinu,
eru það konurnar sjálfar, sem
gerast dómarar: fjölskyldu-
dómur, sem þær sitja í, kveður
upp alla slíka dóma. ,
Faðir minn lét þessa sjálfs-
stjórn eiginkvenna sinna af-
skiptalausa. Seinna sagði hann
mér, að hann teldi þenna sið
góðan, því að með þessu móti
losnaði hann við að blanda sér
í margskonar kvenleg ágrein-
ingsmál, sem oft væru karl-
mönnum harla torskilin.
Ég minnist þess þegar kunn-
gerð var trúlofun elzta bróður
míns, Idiongs, sem ákvað 17
ára, að tími væri kominn til
fyrir hann að kvænast. Hann
tók þó ekki þessa ákvörðun
vegna þess að hann hefði hitt
stúlku, sem honum leizt vel á
og vildi eignast fyrir konu, held-
ur sagði hann við móður mína:
,,Ég vil taka mér konu, ef þið
faðir minn viljið velja hana fyr-
ir mig.“
f Nígeríu er óþroskuðum ung-
lingum ekki treyst til þess að
velja sér konu. Foreldrarnir
ráða valinu, og jafnvel þeir leita
álits annarra fullorðinna í fjöl-
skyldunni.
Næstu tvær vikur eftir að
bróðir minn hafði látið uppi ósk
sína, voru haldnar ótal fjöl-
skylduráðstefnur með þátttöku
annarra eiginkvenna og frænd-
kvenna, þar sem ræddir voru
kostir og gallar hugsanlegra
konuefna. Að lokum var ákveð-
ið að snúa sér til foreldra