Úrval - 01.02.1956, Qupperneq 64

Úrval - 01.02.1956, Qupperneq 64
62 tJRVAL, manns hennar, að hún klæðir sig jafnan mjög einföldum bún- ingi, nema þegar hún ætlar að vera ein með manni sínum. Þær konur, sem ekki búa í konungshúsinu, lifa kyrrlátu lífi. A morgnana sýsla þær við heim. ilisstörf og eftir hádegið koma þær saman í aðalgarðinum til þess að líta eftir öllum börnum fjölskyldunnar og skrafa saman að hætti kvenna. Konur í kvennabúrum í Níg- eríu eru merkilega lausar við afbrýðisemi. Það er að nokkru leyti því að þakka, að staða Nígeríukonunnar er trygg, enda þótt hún sé aðeins ein af mörg- um eiginkonum manns síns. Hún veit, að hún mun alla tíð njóta ástar og virðingar og að séð mun verða fyrir henni. Allt frá fyrstu bernsku er hún alin upp með það fyrir augum að gera hana hæfa til að taka að sér þessa þjónustu. Hún gengur í hjónaband með þeim ásetningi að þjóna manni sínum og ala honum mörg börn, er orðið geti honum, henni sjálfri og allri fjölskyldunni til sóma.. Tryggð við eiginmanninn er þó ekki því til fyrirstöðu, að konurnar sýni hver annarri holl- ustu og trúnað. Það er t. d. sjálf- sagður hlutur, að konan noti sér ekki sérstöðu sína þann hálfa mánuð sem hún gegnir eigin- konuskyldum sínum, til að bera í eyru manns síns slúður um aðrar konur hans. Þegar beita þarf refsingum í kvennabúrinu, eru það konurnar sjálfar, sem gerast dómarar: fjölskyldu- dómur, sem þær sitja í, kveður upp alla slíka dóma. , Faðir minn lét þessa sjálfs- stjórn eiginkvenna sinna af- skiptalausa. Seinna sagði hann mér, að hann teldi þenna sið góðan, því að með þessu móti losnaði hann við að blanda sér í margskonar kvenleg ágrein- ingsmál, sem oft væru karl- mönnum harla torskilin. Ég minnist þess þegar kunn- gerð var trúlofun elzta bróður míns, Idiongs, sem ákvað 17 ára, að tími væri kominn til fyrir hann að kvænast. Hann tók þó ekki þessa ákvörðun vegna þess að hann hefði hitt stúlku, sem honum leizt vel á og vildi eignast fyrir konu, held- ur sagði hann við móður mína: ,,Ég vil taka mér konu, ef þið faðir minn viljið velja hana fyr- ir mig.“ f Nígeríu er óþroskuðum ung- lingum ekki treyst til þess að velja sér konu. Foreldrarnir ráða valinu, og jafnvel þeir leita álits annarra fullorðinna í fjöl- skyldunni. Næstu tvær vikur eftir að bróðir minn hafði látið uppi ósk sína, voru haldnar ótal fjöl- skylduráðstefnur með þátttöku annarra eiginkvenna og frænd- kvenna, þar sem ræddir voru kostir og gallar hugsanlegra konuefna. Að lokum var ákveð- ið að snúa sér til foreldra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.