Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 5
a
15. ÁRGANGUR REYKJAVlK O 1. HEFTI 1956
Sænskur geðlæknir og sérfræðingur
í barnasálarfræði ræðir um —
Erfiðleikatímahil í œvi hjóna.
Grein úr „Hörde Ni“,
eftir Gunnar Nycander dr. med.
AÐUR fyrr réðu foreldrarnir
giftingu barna sinna, og
hafði það oft hörmulegar afleið-
ingar. Menn trúðu því, að betur
tækizt, ef unga fólkið fengi
sjálft að ráða og gifti sig af
ást. Ekki verður þó séð, að á-
standið hafi batnað mikið. Að
nokkru leyti er orsökin ef til
vill sú, að valið er í fæstum til-
fellum frjálst; menn verða að
giftast þeim sem þeir geta feng-
ið og þeim sem vilja þá, og er
tæplega hægt að kalla þaðfrjálst
val. Og jafnvel þótt valið sé
frjálst, er ekki þar með sagt,
að ástin stjómi alltaf valinu.
Menn giftast af því að þeir
„verða skotnir", ef ekki ráða
allt aðrar ástæður, og „skot“
er ekki sama og ást.
Menn segja, að dýptin sé ein-
kenni ástarinnar, en ákefðin ein-
kenni „skotsins“. En réttara
væri ef til vill að segja, að þráin
sé sterkasta tilfinning þess sem
er skotinn. Sá sem er skotinn
væntir þess að fá margar óskir
uppfylltar, að seðja sult sinn.
Þetta er ekki sérlega fínt í
munni. En einmitt sjálfur sult-
urinn tjáir mikilvægan sann-
leik um manninn: hann getur
ekki verið einn, hann þarfnast
annarrar mannveru, ekki aðeins
í því skyni að svala kynhugð
sinni, heldur í miklu víðtækara
skyni. Að verða skotinn, er að