Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 14
12
ÚRVAL,
mér. „Rétt, vinur sæll, laukrétt.
Þú ert svei mér ekki blankur!“
„Ég skil ekki hvemig þið get-
ið þetta,“ sagði frú Thomsen.
„Ég vissi ekki, að þú værir
svona vel að þér,“ sagði Polly.
„Við getum flett þessu upp,“
sagði ég við Thomsen til þess
að ganga úr skugga um hvort
ég gæti treyst honum.
„Það er óþarfi! Ég þekki orð-
ið!“
Thomsen var nú raunar ailra
bezti náungi, þegar maður
kynntist honum nánar.
„Og nú er það tólfti og síð-
asti stafurinn," sagði hann. „Á
ég að reyna, eða vilt þú?“
Ég greip blýantinn og skrif-
aði án frekari umhugsunar Q
fyrir framan.
,, QUETZ ALCO ATL! ‘ ‘ hróp-
uðu konurnar báðar í einu. „Nei,
nú trúum við ekki!“
Ég deplaði augunum til Thom-
sens. Polly sá það og grunaði
strax að brögð væru í tafli. „Þið
eruð að gera gys að okkur,“
sagði hún sármóðguð. „Þessi
orð, sem þið voruð með, eru
ekki til, þið hafið búið þau til.
QUETZALCOATL — hvílík
endaleysa!“
„Flettu því upp!“ sagði ég í
fljótræði. Thomsen steig á tærn_
ar á mér. „Nei, við förum ekki
að fletta neinu upp. Leiknum
er lokið, og við kláruðum 12
stafi, sem er áreiðanlega heims-
met.“
Polly reis á fætur. Hún gekk
að bókahillunni og tók fram 18.
bindi af alfræðibókinni okkar.
Hún fletti upp á Q.
„Það má kannske deila um.
stafsetninguna,“ sagði ég til að
slá varnagla, „en orðið er á-
reiðanlega til. Ég er viss um
að . . .“
Polly leit fyrirlitlega á mig,
svo saup hún allt í einu hveljur.
„QUETZALCOATL“, las hún
undrandi, „tunglguð Aztekanna,
á myndum eins og fiðruð slanga,
lærimeistari og leiðtogi Nahúa,
sem reistu honum stórt musteri
í Cholula".
Það sem eftir var kvöldsins
höfðu Polly og frú Thomsen
ekki af mér augun, og aðdáun
þeirr-a leyndi sér ekki. Þegar
hjónin voru farin, dró Polly sig
út í dimmasta hornið í stofunni.
Hún sagðist vera hálfsmeyk að
vera ein í húsinu með manni,
sem væri svona óhugnanlega
f jölfróður um alla skapaða hluti.
1 trúnaSi.
Tvaar ungar stúlkur voru að tala saman um hjartansmál sín.
„Svo að þú hefur tekið Tómasi?" sagði önnur og bætti við
dálítið meinfýsin: „Hann hefur víst ekki trúað þér fyrir þvi,
að hann hefði áður beðið mín?“
„Nei, ekki beinlínis," sagði hin blíðlega, „en hann játaði
fyrir mér, að hann hefði gert marga vitleysuna áður en hann.
kjmntist mér.“