Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 85

Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 85
GRETA GARBO 83 1 atigum Gretu Garbo er k\ik- myndaleikkonan sérstök persóna, sem á hvergi heima nema á kvik- myndatjaldinu. Hún horfir á sjálfa sig í kvikmyndum á svipaðan hátt og maður virðir fyrir sér góðan vin. Þegar hana langar til að endurnýja kunningsskapinn, leggur hún leið sína i Listasafn New York borgar, sem á mikið kvikmyndasafn, og horf- ir á einhverja mynd sína á einka- sýningu. Meðan á sýningunni stend- ur, er hún í essinu sínu, kát og glöð, en þegar myndinni er lokið, verður hún aftur fálát og hugsandi. Hún brettir upp kápukragann, þrýst- ir hettunni niður í augu og skundar út úr safninu án þess að líta til hægri eða vinstri — hverfur aftur út í ys og þys þess heims, sem er henni óraunverulegri en veröld kvik- myndanna. 1 meira en aldarfjórðung hafa að- dáendur Gretu Garbo. keppzt við að lýsa töfrum hennar í sem hástemmd- ustum orðum. Hún hefur verið köll- uð ,,hin guðdómlega" á mörgum tungumálum og fjölda mállýzka. Þó að hún sé nú orðin fjörutíu og níu ára gömul, hefur ekkert dregið úr aðdáun manna á þessari leikkonu og lofsöngnum um hana ekki linnt. Það er eins og aldurinn skipti engu máli. En hvað s\o sem sagt er um Gretu Garbo, þá verður því ekki neitað, að hún er sígilt tákn kvenlegrar fegurðar á vorum dögum. Aðrar konur kunna að vera enn fegurri, — mestu aðdáendur Gretu Garbo bera jafnvel ekki á móti því, — en þrátt fyrir það hefur hún hlotið drottningartitilinn. Um pað verður ekki deilt. Greta Garbo hefur sennilega haft meiri áhrif á útlit og klæðaburð kvenna nú á timum en nokkur önnur manneskja. Hið klassiska andlitsfall hennar tók að birtast í tízkublöðum og jafnvel fatabrúöur í búðarglugg- um tóku að líkjast henni í útliti. Það var fyrir áhrif frá henni, að konur fóru að ganga i síðbuxum, á lághælaskóm og með barðastóra hatta, sem skyggja á andlitið. Fas og limaburður Gretu var líka stælt —• hinar hægu, mjúku hreyfingar og þunglyndislegi tíguleiki. En stæl- ingarnar urðu aldrei nema svipur hjá sjón, því að það getur engin verið Greta Garbo nema hún sjálf. Greta Garbo á ekki heldur neinn sinn líka sem leikkona. Eftir að hún hætti að ieika i k\ikmyndum hefur engin komið í hennar stað. „Hún var alveg einstök, það var engin henni iik," sagði Lewis Stone, sem lék með henni í Kristími Svíadrottningu. „Hún var Greta Garbo — það var allt og sumt. Enginn leikari hefur haft slíka áhrif." Greta Garbo hætti að leika hálf- fertug, þegar hún stóð á tindi frægðar sinnar. Hún hafði leikið sem „stjarna" í fimmtán ár, en það er helmingi lengri timi en ævi kvik- myndaleikkonunnar telst i Holly- wood. Eftir að hún hætti að leika, árið 1941, hefur hún hafnað hundr- uðum tilboða um hlutverk í kvik- myndum. Hún vill heldur njóta frægðarinnar, sem hún hefur þegar áunnið sér. Meðan Greta Garbo var og hét
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.