Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 11

Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 11
X>:iö er ekki einleikið, hve sumir reynast gáfaðir og fjölfróðir i samkvæmisleikjum. Tiér segir frá einum slíkum. QUEIZÁLCOATL — eöa nýr samkvæmisleikur. Úr „Magasinet“, eftir Willy Breinholst. ylÐ hjónin höfum keypt okk- ur einskonar tryggingu gegn ládeyðu í samkvæmislífi vetrarins. Við keyptum okkur hók með samkvæmisleikjum. í gærkvöldi héldum við einskonar lokaæfingu, svona í smáum stíl. Thomsen og kona hans komu í kvöldkaffið. Við Thomsen erum að vísu ekki nánir kunningjar og eigum heldur fátt sameigin- legt, en konurnar okkar, Polly og Irma, eru saman í spilaklúbb, <og þessvegna heimsækjum við hvort annað einu sinni á vetri eða svo. Þegar við höfðum tott- að vindlana góða stund og lok- ið að mestu við koníakið með kaffinu, reyndum við Thomsen að taka upp samræður, en það gekk heldur stirt, og að lokum varð löng þögn, þykk eins og smjör. Þá tók ég fram sam- kvæmisleikjabókina. „Það er komin út ný bók með samkvæmisleikjum," sagði ég, ,,og mér sýnist margir þeirra anzi skemmtilegir." „Þegar ég var ung, fórum við í flautuleik og „Orðið gengur“, sagði frú Thomsen. „Eru þeir í bókinni?“ Ég blaðaði í bókinni. „Hérna er orðaleikur, sem virðist vera skemmtilegur. Honum er spáð miklum vinsældum. Eigum við að spreyta okkur á honum, svona til að æfa okkur undir veturinn. Einn gestanna skrifar bókstaf á blað og annar bætir við öðrum staf þannig að úr verði orð, þriðji þriðja stafnum og þannig koll af kolli, meðan einhver getur búið til orð . . .“ Thomsen greip fram í fyrir mér: „Þetta er gamall leikur, ég hef kunnað hann í 30 ár og stendur enginn mér á sporði í honum. Við skulum byrja.“ Hann leit sigrihrósandi kring- um sig, eins og hann stæði þeg- ar með pálmann í höndunum. Ég skrifaði stafinn O á blað og fékk Thomsen það. „Nú er um að gera að velja nógu erfiðan staf fyrir þann næsta,“ sagði hann og bætti við A. ,,OA,“ sagði Polly. „Það er ekkert orð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.