Úrval - 01.02.1956, Qupperneq 6
4
trHVAL
finna skyndilega, og ef til vill
með sársauka, hve einveran er
ófullnægjandi, og verða jafn-
framt gripinn sterkri löngun til
að binda enda á hana.
I ástinni tekst mönnum að
nokkru leyti að sigrast á ein-
semdinni. Elskendurnir sam-
samast að meira eða minna leyti.
Þar með eru örlög, hamingja
og þjáningar beggja orðin mikil-
vægt málefni. Sá sem elskar af
öllu hjarta, gleðst af því að hafa
öðlazt hlutverk í lífi annarrar
manneskju, hlutverk sem getur
heimtað bæði starf og fórnir,
já, þjáningar. Það er ekki nema
andlega fullþroska fólk, sem
komizt getur öllu lengra en á
stig ástarþrármnar. Sú ást sem
ekki leitar síns, er að minnsta
kosti lítt reynd.
Við þörfnumst hvors annars.
Bæði tvö. Já, en þau verða einn-
ig bæði að nokkru leyti að geta
uppfyllt þarfir hvors annars.
Það eru hversdagsleg sannnindi,
að í þessu efni brestur oft á um
efndir. Einmitt þegar hin fyrsta
ástarþrá er heitust, er hættan
mest á því að fyrstu árin færi
með sér sárustu vonbrigðin með
gagnkvæmum ásökunum, deil-
um eða sjálfsásökunum, sam-
fara ótta og kvíða.
Hæfileikinn til að láta sér
þykja vænt um þann, sem full-
nægir þörfum manns er þegar
fyrir hendi í ungbarninu. Hæfi-
leikinn til að elska þann sem
gerir kröfur til manns, öðlast
maður með aldrinum. En aðeins
við sérstakar aðstæður, og þær
aðstæður munu sjaldast vera
fyrir hendi í sínu ákjósanleg-
asta formi. Menn læra að elska
og hata, kenna öryggis eða ótta,
sannreyna manngildi sitt eða
kynnast vanmáttarkennd á svip-
aðan hátt og menn læra að tala,
þ. e. í umgengni og samskipt-
um við aðra menn og umhverfi
sitt í uppvextinum. Með því að
umhverfi mannsins er ekki ann-
að en venjulegir ófullkomnir
menn, fer ekki hjá því að árang-
urinn verði ófullkominn. Það er
svo margt, sem barnið þarfnast
til þess að það geti þroskazt
eðlilega, og ófullkomleiki um-
hverfisins afvegaleiðir og orkar
til tafar á þroskann. Barnsleg
viðhorf: kröfugirni, öryggis-
leysi, vanmáttur, þrjózka og tor-
tryggni fylgja barninu fram á
fullorðins ár. Þannig geta menn
sem fullorðnir orðið skotnir án
þess að geta elskað. Þörfin á
að láta fullnægja sér býr í þeim,
en ekki hæfileikinn til að full-
nægja öðrum. Vanþroski af
þessu tagi og að öðru leyti
skortur á hæfileika til samlífs
við annað fólk er meginorsök
þess ástands, sem við tauga-
læknar köllum geðveilu (neur-
ose). Geðveilan hefur alltaf sín-
ar félagslegú, sammannlegu
hliðar. Hversu mjög sem hinn
geðveili reynir að leyna því og
hversu vel sem honum tekst það
stundum, er hann alltaf á ein-
hvern hátt óöruggur gagnvart
örðum og andhverfur í viðhorf-