Úrval - 01.04.1956, Side 108

Úrval - 01.04.1956, Side 108
106 URVAL inu: „Það var greinilega skráð,“ sagði hann, ,,í hendur þeirra.“ Nokkrum dögum eftir þetta samtal, þegar ég var kominn aftur til London, kom mér dá- lítið í hug, sem var bæði snjallt og hughreystandi. Hvernig gat Laider, sem hafði fengið heila- hristing, verið svona viss um að hann myndi rétt það sem gerzt hafði í járnbrautarvagninum ? Gat ekki hugsazt, að þetta væri allt saman ímyndun hans? Að öllum líkindum hafði hann aldr- ei séð hin örlagaríku tákn í lóf- um samferðafólksins. Þetta var þó alltaf ljósgeisli í myrkrinu. Ég skrifaði Laider þegar í stað og benti honum á þennan mögu- leika. Það var þetta bréf, sem ég rakst nú á í bréfaskáp gistihúss- ins. Ég minntist heits míns að bjarga því. Ég reis upp úr sæti mínu og gekk fram í anddyrið til þess að gera skyldu mína eins og sannkristnum manni sómdi. Það var engin sála í and. dyrinu. Það var hætt að rigna og meira að segja komið sólskin og útidyrnar höfðu verið opnað- ar upp á gátt. Ströndin ljómaði og glitraði eftir skúrina. En ég gleymdi ekki erindi mínu. Ég gekk að bréfaskápnum. Bréfið var horfið. Litla, hugrakka og duglega bréfið hafði flúið úr fangelsinu. Ég óskaði þess af heilum hug, að því mætti auðn- azt að komast undan og að það yrði ekki svift frelsinu á nýjan leik. Ef til vill var þegar búið að hringja stóru klukkunni, sem varar fólk við þegar bréf hefur brotizt út úr bréfaskáp. Ég sá í anda hvernig bréfið sveif út eftir ströndinni en gamli þjónn- inn og nágrannarnir veittu því eftirför. Ég sá hvernig það slapp úr greipum ofsækjenda sinna, hvernig það laumaðist fram hjá strandvörðunum, sem reyndu að skjóta á það, hvernig það meiddi sig þegar það rakst á öldubrjót, hægði á sér og stefndi síðan til hafs. En skyndi- lega datt mér annað í hug. Var Laider kannske kominn aftur? Ég átti kollgátuna. Niðri á ströndinni stóð álútur maður, sem bersýnilega var enginn ann- ar en Laider. Ég varð bæði glað- ur og hryggur — glaður vegna þess að koma hans nú fullkomn- aði einhvern veginn samveruna árið áður, og hryggur sökum þess, að með komu hans var úti um hinn kyrrláta frið ein- verunnar. Ef til vill hafði ein- hver sagt honum að ég væri kominn og hann farið út til þess að geta forðazt mig í lengstu lög. En hvaða þýð- ingu hefur flótti frá hinu óum- flýjanlega? Ég fór í frakkann, setti á mig hattinn og gekk til móts við hann. ,,Það er inflúenzan," sögðum við báðir jafnsnemma. En það var ekki hægt að tala um inflúenzu nema takmarkað- an tíma; við höfðum ekki gengið langan spöl út eftir ströndinni,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.