Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 28
ÚRVAL
þakkir fyrir skemmtilegan dag
og dýra armbandið — en það
er heldur ekki hægt að heimta
allt af konu þó hún sé næstum
alfullkomin, og þeim mun síð-
ur sem frú Waldenburger var
önnum kafin að sýna henni í
klæðaskápinn sinn — og svo
hóf ég leit mína að hótelher-
bergi. Klukkan tvö um nóttina
var ég enn ekki búinn að finna
herbergi. Þá mundi ég allt í
einu eftir ferðamannapensionat-
inu Höll við Alster og fór þang-
að.
„Hafið þið nokkurt rúm
laust? spurði ég.
Dyravörðurinn, sem þekkti
mig, sagði hikandi:
„Við höfum að vísu rúm,
en------“
„Rignir inn á það?“
„Nei. En það sefur kona í
öðru rúmi í herberginu.“
„Ung? Lagleg ?“
„Nálægt miðaldra."
„Þá blessast það einhvern-
veginn,“ sagði ég, því að ég
var orðinn dauðþreyttur. Ég
arkaði upp á fjórðu hæð. Fyrir
framan dyrnar á herberginu
nam ég staðar og snýtti mér,
því að ég vildi ekki eiga á hættu
að vekja konuna, sem ég átti
að sofa hjá, með háum hnerra.
Svo fór ég inn í myrkrið, þreif-
aði mig áfram að rúminu mínu,
klæddi mig úr fötunum, smeygði
mér varlega úr skónum og
skreið upp í rúmið. Ég var rétt
að festa blund þegar ég heyrði
rödd.
KONAN MlN OG ÉG
„Gott kvöld, herra minn!“
Það var konan í hinu rúminu.
Ég sneri mér upp að vegg og
tautaði:
„Gott kvöld, frú mín! Góða
nótt, frú mín!“
Löng þögn.
Síðan: „Eruð þér mjög
þreyttur, herra minn?“
„Dauðþreyttur! Góða nótt,
frú mín!“
„Þér eruð þó vænti ég kava-
ler?“
„Kavaler — svei!“
„Ég er svo þyrst, mig vantar
glas af vatni, herra minn.“
„Ekki annað ?“ spurði ég tor-
trygginn. Mér þykir jafnan viss-
ara að hafa vaðið fyrir neðan
mig.
„Ekkert annað, herra minn.
Ef þér viljið vera svo góður?“
Ég var svo góður. Ég kveikti
á Ijósinu og steig fram úr rúm-
inu, stakk tánum í inniskóna,
fór fram og kom aftur með
glas af vatni handa konunni.
„Þakka yður fyrir, herra
minn !“
„Vantar yður nokkuð ann-
að?“
„Ekki eins og er, herra minn.“
„Góða nótt þá!“
Ég hoppaði í einu stökki
upp í rúmið mitt, slökkti ljósið,
hjúfraði mig undir sænginni og
sofnaði. En ég svaf ekki lengi.
„Herra minn!“ heyrði ég sagt
hikandi röddu.
Ég spratt upp í rúminu.
„Déskotinn sjálfur — hvað
er nú?“
26