Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 79

Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 79
ÁST OG GRÓÐUR ORVAL. „í>að held ég ekki. Það yrði enda- laust umstang. Maður þyrfti þjóna til að þjóna sér og aðra þjóna til að þjóna þeim og enn fleiri þjóna — nei, það er ekki hægt lengur. Það er liðin tíð.“ „Ég er hrifinn af þessu húsi, sagði hún. „TSg hef alltaf verið hrifin af því.“ Hún stóð grafkyrr, leit upp. Næt- urgalinn söng enn hástöfum i lindi- trjánum bak við turninn á gripahús- inu. Turnklukkan, sem alltaf gekk, af því að hann hafði tekið það í sig að hún skyldi vera i lagi, var orðin hálf níu, það minnti hann á dálítið, sem hann ætlaði að spyrja hana um. „Farið þér oft á hestbak?" „Nei. Eg er saklaus af því.“ „Það var leitt,“ sagði hann. „Ég ætlaði nefnilega að bjóða yður að fara í útreiðartúr hérna á landareign- inni. Hvenær sem yður þóknast." „Á þessu heilaga grasi?" Hún hló við og hann vissi ekki hverju hann átti að svara. Það kom glampi í brún augu hennar og tung- unni brá fyrir í opnum munninum. „Nei, ég vil heldur skoða húsið,“ sagði hún. „Getum við skoðað það? Getum við komizt inn?“ „1 kvöld ?“ „Nei, nei. Einhverntíma á ég við." „Það er í rauninni ekkert að sjá,“ sagði hann. „Allt autt og tómt.“ „Það gerir ekkert til.“ „Sjálfsagt," sagði hann. „Hvenær langar yður að skoða það ?“ „Hvenær sem þér megið vera að því,“ sagði hún. „Ég er frjáls — al- veg frjáls.“ „Á morgun"? sagði hann. Hann fann aftur snöggan æsingsfiðring fara um hálsinn á sér. „Annað kvöld?" Þegar hann horfði á hana minnti hún hann á sumarið, hún var svo ung og blómleg, yndisleg eins og sólskinið. „Hvenær getið þér komið ?“ „Um sexleytið?" Hann kinkaði kolli. Það var með naumindum að hann gat stillt sig um að kyssa hana. Hann hugsaði með sér, að allt sumarið væri framundan; það væri gaman að geta verið með henni sumarlangt. Það var ekki kom- ið nema fram í maí; trén voru varla orðin fulllaufguð. „Við segjum þá klukkan sex“, sagði hann. „Hérna? Ég hlakka á- kaflega mikið til.“ Hún sveiflaði höfuðklútnum með annarri hendinni. hann vonaði, að hún yrði ekki með klútinn kvöldið eftir. „Hvernig er það með hliðið ?“ sagði hún. „Lykillinn?" „Auðvitað. Ég gleymdi því.“ Hann rétti henni lykilinn, og and- artak héldu þau bæði um hann í einu. Hún horfði á hann með fall- egu, brúnu augunum, sem voru bæði alvarleg og glettin í senn. „Hvað á ég að gera við hann?" sagði hún. „Á ég að afhenda hann?“ „Nei," sagði hann. „Þér skuluð geyma hann. Fyrst um sinn. Þá get- ið þér sjálf opnað hliðið." „Það er gaman," sagði hún. Næturgalinn var enn að syngja þegar hún gekk niður stíginn milli skriðdrekabyrgjanna og herskála- rústanna. Þegar hann sá gula höfuð- 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.