Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 69
„Ég get ekki hlaupið frá hestunum!"
Úr bókinni „Memories of Arlington, Vermont“,
eftir Dorothy Canfield Fisher.
IMÖRGUM smábæjum frá
gamalli tíð, þar sem hver
þekkir annan, er umræðuefni
fólks sjaldnast bundið við nú-
tímann. Eins er það í litla bæn-
um okkar í Vermont. Fortíðin
er hluti dagsins í dag, einkum
sú fortíð, er geymzt hefur í
sögum og sögnum frá einni kyn-
slóð til annarrar. Sumar þess-
ar sögur eru orðnar svo vel
þekktar, að við þurfum oft að-
eins að segja eina setningu eins
og til dæmis „Ég get ekki hlaup-
ið frá hestunum!“ — og þá
vita allir, hvað átt er við.
Sagan um hestana, sem
frænka mín sagði mér oft þeg-
ar ég var barn, var á þá leið,
að bóndi nokkur og sonur hans
beittu ótemjum fyrir sláttuvél
og ætluðu að venja hestana við
verkfærið. Bóndinn brýndi fyr-
ir stráknum að halda fast um
taumana og láta hestana fara
beint, svo að þeir tröðkuðu ekki
niður slóðana. Einn morguninn
safc sonur bónda á sláttuvélinni,
en faðir hans gekk á eftir. Þeir
fóru tænt á bakka árinnar, sem
var í miklum vexti, og skyndi-
lega missti bóndinn fótanna og
féll í ána. Hann kunni ekki að
synda og æpti á hjálp allt hvað
af tók.
,,Já“, var frænka mín vön að
segja alvarleg í bragði, ,,og svo
sökk hann. En köll hans höfðu
fælt hestana og þeir fóru að
prjóna og láta öllum illum lát-
um. Strákurinn var hins vegar
ákveðinn í að gera eins og hon-
um var sagt, hann hélt um
taumana af alefli og einsetti sér
að sleppa þeim ekki. Það gat
orðið dýrt spaug. Og þegar föð-
ur hans skaut upp í annað sinn
og hann æpti: „Hjálp! Hjálp!“
kallaði strákur á móti: „Ég get
ekki hlaupið frá hestunum! Ég
get ekki hlaupið frá hestunum!”
„Og hvað gerðist svo?“
snurði ég alltaf mjög spennt,
„Drukknaði bóndinn?“
,.Ó. það segir sagan ekki“,
svaraði frænka mín rólega. „Það
var ekki a,ðalatriðið“.
Þó að ég geri ráð fvrir, að ég
hafi áttað mig á, hvað var ,,að-
alatriðið“ í sögunni, gat ég aidr-
67