Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 61
ÞRÖUNARKENNINGIN 100 ÁRA
að við tölum ekki lengur um
þróimina sem kenningu, heldur
sem staðreynd, sem sköpunarað-
ferð náttúrunnar.
Darwin og Wallace skýrðu
þróunina þannig að hún væri
val náttúrunnar á afbrigðum
sem myndast sjálfkrafa og af
tilviljun meðal jurta og dýra
þannig að þau afbrigði lifa sem
bezt hafa aðlagast umhverfi
sínu. Vísindamenn eru nú á einu
máli um að þessi skýring sé
rétt; og erfðalögmál Mendels
lætur einmitt í té þau afbrigði
sem þarf til þess að náttúran
geti valið úr.
Aðrar meginniðurstöður af
rannsóknum í erfðafræði eru
þær að svonefndir áunnir eigin-
leikar erfist ekki og að kyn-
bætur meðal jurta og dýra, þ. e.
val einstaklinga meá tiltekin
einkenni til undaneldis og
frjógvunar hafi smám saman í
för með sér breytingar á erfð-
um. Stökkbreytingar eiga sér
stað með nokkurnveginn jöfnu
(löngu) millibili og ekki er nein
leið að skýra stefnu þróunarinn-
ar með því að skírskota til or-
saka er hafi áhrif á stefnu og
tíðni stökkbreytinga. Þessar nið-
urstöður, sem mest eru að
þakka starfi Sir Ronald Fishers,
hafa grundvallarþýðingu, því að
þær eru staðfesting á því að
náttúruvalið ræður ekki aðeins
hverja stefnu þróunin tekur
heldur einnig hve ör hún er.
Þróunin er ekki aðeins liðin
tið; hún er að verki enn í dag.
ÚRVAL
Það hefur t. d. verið fylgzt með
breytingum á lit náttfiðrilda til-
tekin tímabil, og dr. Ford og
samstarfsmenn hans hafa sýnt
fram á að þær séu tilkomnar
fyrir náttúruval arfgengra af-
brigða, og raunverulegar mæl-
ingar hafa verið gerðar á gildi
mismunandi lita til viðhalds
lífi afbrigðanna í mismunandi
umhverfi. Hægt er að sýna
fram á að sum dýr, eins og t. d.
síldarmáfurinn og svartbakur-
inn, séu að því komin að skipt-
ast í tvær tegundir; og nokkrar
nýjar plöntutegundir hafa
raunverulega verið framleiddar
af ráðnum hug í gróðurhúsum
sem afleiðing af því að í spilið
hafa komið tiltekin erfðaröfl,
sem sýna má fram á að séu hin
sömu og þau sem að verki eru
í náttúrunni.
Þessar niðurstöður hafa hlot-
ið staðfestingu við athuganir á
steingervingum. Tveir vísinda-
menn, dr. Simpson og Westoll
prófessor, hafa reiknað út hve
hröð þróunin hefur verið í til-
teknum dýraflokkum og þann
tíma sem það tekur eina tegund
að breytast í aðra. Þróun
hestsins, frá frumhestinum,
reiknaðist þeim að hafi tekið
2 milljónir ára.
Á þeirri öld sem liðin er síð-
an þróunarkenningin var sett
fram hefur hún staðið af sér
árásir úr mörgum áttum. Ein
mótbáran var sú að hún gæti
ekki skýrt fyrstu þróunarstig líf-
færa sem koma dýrinu ekki að
59