Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 53
APINN, SEM VARÐ ABSTRAKTMALARI
ÚRVAL
4.—6. mynd. Blýantsteikningar eftir Congo.
kennaranum hann
aftur. Þá fékk hann
nýjan pensil með öðr-
um lit, sem líka var
valinn af handahófi,
og svo koll af kolli,
unz Congo hafði
misst allan áhuga á
myndinni; en þá var
komið með aðra
pappírsörk handa
honum. Á þennan
hátt málaði hann oft
margar myndir í
einni kennslustund,
sem venjulega stóð í
hálftíma.
Við fyrri tilraunir
hafði Congo haft
frjálst litaval, en
þeirri aðferð var
fljótlega hætt. Hann
neitaði nefnilega að
byrja á myndinni,
fyrr en hann hafði
blandað saman öll-
um litunum í einn,
leirbrúnan og heldur
leiðinlegan. Var þá
fundið upp á því að
rétta honum einn og
einn lit í einu, en
þrátt fyrir það átti
hann að vissu leyti
kost á að velja litina, því að hann
gat notað hvem bursta lítið eða
mikið eftir eigin geðþótta.
Congo hafði ekki mætur á nein-
um sérstökum lit, en honum
fannst gaman að litum, sem
hann hafði ekki málað með áð-
ur. Þessi hrifning hans yfir
litafjölbreytni var í góðu sam-
ræmi við fyrmefnda aðferð, og
með því að fá honum nýjan lit
í penslinum, hvern á eftir öðr-
um, var vakinn áhugi hans á
eiginlegri málverkagerð. Niður-
51