Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 65
ÞRÓUNARKENNINGIN 100 ÁRA
anna þar sem náttúruvalið réð
ríkjum. Sama máli gegndi eftir
að hópurinn stækkaði enn og
náði til kynflokksins og enn síð-
ar til þjóðarinnar. En sambúð
þjóðanna sýnir okkur eins ljóst
og verða má, að enn einn áfangi
er eftir í siðgæðisþróun manns-
ins: hópurinn þarf að halda á-
fram að stækka unz hann nær
til alls mannkynsins.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að sköpunarsaga
biblíunnar stangast á við kenn-
ingar vísindanna og skal ekki
farið út í þann ágreining hér.
En meginregla vísindanna er
sú, að þau f jalla aðeins um það
sem hægt er að sannprófa og
láta ekki persónulegar skoðanir
eins eða neins hafa áhrif á sig.
Einkunnarorð Konunglega
TJRVAL
hrezka vísindafélagsins í
London eru í samræmi við
þetta: Nullius in verba — við
tökum einskis manns orð gild.
Við minnumst ekki Darwins
og Wallace nú vegna þess sem
þeir skrifuðu, heldur vegna þess
að þeir bentu á staðreyndir í
náttúrunni sem hver og einn
getur sannprófað að eru réttar
ef hann hefur vilja og tæki til
að prófa og gagnrýna fyrir-
brigðin og fylgja þeim hvert
svo sem þau kunna að bera
hann. I hinum lifandi heimi
benda fyrirbrigðin ómnflýjan-
lega í átt til þróunar við nátt-
úruval, og sérhver tilraim til
að draga upp sem réttasta heild-
armynd af alheiminum hlýtur
að tak þessa miklu staðreynd
með í reikningin.
Slunginn þorpari.
Slunginn þorpari lenti í klóm varðmannanna og var leiddur
fyrir konung. Kóngur, sem hafði gaman af að glíma við hvers-
konar gátur og heilabrot, sagði við þorparann:
„Þú mátt setja fram einhverja staðhæfingu. Ef hún reynist
sönn, verðurðu skotinn; reynist hún ósönn, verðurðu hengdur."
Þorparinn hugsaði sig um skamma stund og sagði svo:
>yÉg verð hengdur."
— Missouri Showen.
—O—
Prédikun.
Prestur nokkur sagði eitt sinn í stólræðu, að „sérhvert gras-
strá er prédikun“.
Nokkrum dögum síðar var klerkur að klippa kanta á blettin-
um í garðinum sínum þegar einn úr söfnuði hans gekk framhjá.
Hann staldraði við stundarkorn og sagði svo:
„Rétt, prestur góður. Ekki veitir af að stytta svolítið prédik-
anirnar.“
— Huntingtonian.
63