Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 104
tJRVAL,
ÁST OG GRÓÐUR
Húsið hjá Sandchurch. Niður við
sjóinn."
„Hamingjan góða! Hvers vegna?“
„Ég ætla að búa þar,“ sagði hún.
„Þú gefur mér það.“
Loks fór honum að skiljast, hvað
hún hafði ætlað að tala um. Nokkr-
ar stjörnur voru farnar að tendrast
á myrkum himninum, uppi yfir öld-
óttum skóginum, og hann horfði á
þær meðan hann hlustaði, hrifinn og
vantrúaður.
„Þú færð all'taf allt sem þú vilt,“
sagði hún. „Þú hefur alltaf haft þitt
fram.“
Hann sagði ekkert.
„Þú varst alinn svona upp,“ sagði
hún. „Þú þurftir ekki annað en að
æpa nógu lengi, þá fékkstu það sem
þú vildir fá." Hún þagnaði og hélt
síðan áfram: „Ég er ekki að segja
að þú sért eigingjam. Þú tekur bara
ekkert tillit til annarra."
Tóbaksjurtirnar, gráar og drauga-
legar undir húsveggnum, voru næst-
um eini gróðurinn, sem lifað hafði
sæmilega af langvarandi hita sum-
arsins. Hann dró andan djúpt og
hélt angan þeirra í munni sér.
„Jæja, þú hefur þá fengið þetta
fram,“ sagði hún. „Þú hefur þráð
það í allt sumar og nú hefur þú feng-
ið ósk þina uppfyllta."
Hann langaði til að segja eitthvað
í sambandi við veglyndi hennar, en
honum datt ekkert í hug; og hún
sagði:
„Ég bið ekki um annað en þetta
sumarhús og dálítið land og nóg til
að lifa af.“
„Mér finnst það vera sanngjarnt."
„Ég er ekki að reyna að vera sann-
gjörn," sagði hún. „En maður getur
ekki lifað án ástar, er það? Það er
heimskulegt að lifa án ástar."
Það var orðið langt síðan að um
ást hafði verið að ræða þeirra á milli.
Hana hafði aldrei borið á góma.
„Þegar ástin er horfin," sagði hún,
„er öllu lokið."
Guð sé þá lofaður fyrir það, að
engin ást skuli vera á milli okkar,
sagði hann við sjálfan sig. Stjörn-
urnar yfir dimmum skóginum urðu
stöðugt skærari. Þær ljómuðu með
tæru, grænu bliki á heiðum septem-
berhimninum. Hægra megin við
stóra húsið, niðri I lægðinni, sást
eldsbjarmi í myrkrinu, og hann
mundi eftir því að fólkið, sem vann
við humlatínsluna, hafði tjaldað þar.
Þetta var dásamlegt veður til
humlatínslu.
Kordelía sagði dapurlega:
„Ég biðst afsökunar á véizlunni.
Ég á við stúlkuna. Ég gerði þetta
ekki af hefnigimi."
„Ekki það ?"
„Ég vissi ekki hvað hún hét fyrr
en í þessari viku. Ég trúði jafnvel
ekki að hún væri til. Ég varð að
bjóða henni til þess að fá að vita
vissu mína."
Nú, það var heiðarlegt, hugsaði
hann með sér. Og þar á ofan án
allrar beiskju.
„Ég varð þó að vita hvað hún
hét,“ sagði hún. „Ég verð að geta
nefnt hana —“
Honum fannst sem snöggvast að
hún ætlaði að fara að gráta. Hann
þóttist heyra snökt í myrkrinu, en
það gat eins verið skór hennar sem
urgaði við þurra mölina þegar hún
102