Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 30
I
Engisprettan er meinleysið sjálft sé hún ein á ferð,
en fari hún í hópum er hún ekkert lamb
að leika sér við.
Herfað á engisprettur.
Úr bókinni „Harry The Locust“,
eftir Frank Bailey.
EIR sögðu mér frá því einn
góðan veðurdag þarna suð-
ur í Nairobi, hvernig engi-
sprettuplágurnar höfðu hrjáð
héruð Austur-Afríku á árunum
1943 og 1947. Og nú var rétt
ein í uppsiglingu, enda verpir
eyðimerkurengisprettan allt frá
ströndum Marokkó austur til
Kína. Þeir spurðu mig, hvort
ég mundi tilleiðanlegur að að-
stoða við að leita uppi og herja
á þessi skæðu kvikindi, þar sem
herþjónustutími minn í Austur-
Afríku væri á enda hvort eð var.
Ég færðist heldur undan, því
að þótt ég hefði séð nokkra
engisprettuhópa í Somalilandi
og Eþíópíu, vissi ég hreint ekk-
ert um skorkvikindin.
„Þú þarft ekki að vita neitt
um þau,“ svöruðu þeir háu herr-
ar. „Það er okkar verk. Þú get-
ur drepið skordýr, er það ekki?“
Ég játti því og sá sjálfan mig
í huganum hlaupandi um hálfa
Afríku með flugnaspaðann á
lofti. Mér voru fengin skjöl til
undirritunar, og síðan lagði ég
af stað. Þannig atvikaðist það,
að ég varð veiðistjóri í slagnum
við engispretturnar.
Ég horfði á hópinn nálgast.
Hægur austanvindur létti undir
með flugunum, svo að þær bár-
ust áfram með um það bil tutt-
uga mílna hraða á klukkustund.
I kyrru veðri er flughraði engi-
sprettunnar vart meiri en þrett-
án mílur á klukkustund, en nú
hjálpaði vindurinn þeim.
Ég hafði þegar rannsakað
svæðið, sem engispretturnar
stefndu til. Næst okkur var það
heldur erfitt yfirferðar, stór-
grýtt með djúpum árfarvegum
og þéttu þyrnikjarri, en fjær
var stór sandslétta með tals-
verðum gróðri.
„Þær verptu þar í stórhópum
í fyrra,“ sagði Mohamed Nur,
aðalaðstoðarmaður minn. Og
það var alveg eins líklegt að
þessi hópur mundi fara að dæmi
þeirra.
En það var ógerningur að
segja til um það fyrirfram og
vel gat verið, að hópurinn héld-
ist á flugi í marga klukkutíma
enn. Þó var ekki óhugsandi, að
28