Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 39

Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 39
AL.LSNÆGTIR — ANDLEG EYÐIMÖRK? tÍRVAL vinna gegn starfshæfni heim- ilisins með kaupum á allskonar óhentugu glingri og gervi- skrauti sem gegnir tvíþættu hlutverki — það á að vera vott- ur um landnemarómantík, og í annan stað á það að fá konunum eitthvað að starfa meðan menn- irnir afla fjár til þess að létta konunum störfin. En allt er þetta gert í beztu meiningu á þessum hégómans og allsnægtanna markaði þar sem áður óþekktar óskir og þarfir eru framleiddar á færi- böndum eftir standardmáli. I bók eftir ameríska félags- fræðinginn John McPartland fáum við að sjá hvernig fólkið lítur út á bak við ytra borð þessa gljáfægða straumlínu- heims. Það er skáldsagan No Down Payment, sem lýsir fjór- um nágrannafjölskyldum, og mun það vera fyrsta tilraunin til að kryfja vandamál sjálf- virknialdarinnar til mergjar í skáldverki. Heiti sögunnar (Engin út- borgun) gefur til kynna eitt vandamálið: fólkið á alltof auð- velt með að útvega sér vörur og þjónustu, það þarf ekki að borga neitt út í hönd, strax við fyrstu afborgun fær það nýja einbýlishúsið, nýja sjónvarps- tækið, nýja bílinn, nýju loft- temprunartækin. 1 eyrum þess klingir sífellt lævís auglýsinga- áróður sem teymir það líkt og í svefni til að kaupa alltaf meira og meira af því sem það hefur enga þörf fyrir. Skuldabyrðin vex — og ekki aðeins hin efna- hagslega. Skuldin leggst einn- ig á sálina, nagar líftaug þess, knýr það til æ ofurmannlegri afkasta til þess að geta staðið í skilum með afborganár og keypt nýja og nýja hluti án þess að staldra andartak við til að spyrja sig til hvers. Strit eiginmannanna er í hrópandi mótsögn við iðjuleysi eiginkvennanna. Taugaveiklun gerir vart við sig, og þar sem öryggisútrás vantar verða tíð- um háskalegar sprengingar. Það kemur í Ijós að siðmenn- ingin er hvergi nærri örugg vörn gegn frumstæðum hvöt- um. Samhygð fólksins hættir að segja til sín. Athöfnunum er eingöngu stjórnað af eigin- gjörnum hvötum — löngun í forréttindi, nýja hluti, eigin- konu nágrannans. Um leið og fólkið hefur losað sig við bann- helgihugmyndir púrítana hefur það skapað sér ný kynferðis- leg vandamál, og ný trúarleg vandamál skjóta upp kollinum hjá kynslóð sem ekki óttast iengur eilífa útskúfun. Vitan- lega er það einungis til góðs, að mörgum gömlum fordómum hef- ur verið varpað fyrir róða, en um leið hefur fastri jörð verið kippt undan fótunum svo að allt jafnvægi raskast í þessari tæknilega fullkomnu tilveru þar sem minnsti samnefnari heitir nú orðið ringulreið. Hrottaleg áflog, nauðganir 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.