Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 39
AL.LSNÆGTIR — ANDLEG EYÐIMÖRK?
tÍRVAL
vinna gegn starfshæfni heim-
ilisins með kaupum á allskonar
óhentugu glingri og gervi-
skrauti sem gegnir tvíþættu
hlutverki — það á að vera vott-
ur um landnemarómantík, og í
annan stað á það að fá konunum
eitthvað að starfa meðan menn-
irnir afla fjár til þess að létta
konunum störfin.
En allt er þetta gert í beztu
meiningu á þessum hégómans
og allsnægtanna markaði þar
sem áður óþekktar óskir og
þarfir eru framleiddar á færi-
böndum eftir standardmáli.
I bók eftir ameríska félags-
fræðinginn John McPartland
fáum við að sjá hvernig fólkið
lítur út á bak við ytra borð
þessa gljáfægða straumlínu-
heims. Það er skáldsagan No
Down Payment, sem lýsir fjór-
um nágrannafjölskyldum, og
mun það vera fyrsta tilraunin
til að kryfja vandamál sjálf-
virknialdarinnar til mergjar í
skáldverki.
Heiti sögunnar (Engin út-
borgun) gefur til kynna eitt
vandamálið: fólkið á alltof auð-
velt með að útvega sér vörur
og þjónustu, það þarf ekki að
borga neitt út í hönd, strax við
fyrstu afborgun fær það nýja
einbýlishúsið, nýja sjónvarps-
tækið, nýja bílinn, nýju loft-
temprunartækin. 1 eyrum þess
klingir sífellt lævís auglýsinga-
áróður sem teymir það líkt og
í svefni til að kaupa alltaf meira
og meira af því sem það hefur
enga þörf fyrir. Skuldabyrðin
vex — og ekki aðeins hin efna-
hagslega. Skuldin leggst einn-
ig á sálina, nagar líftaug þess,
knýr það til æ ofurmannlegri
afkasta til þess að geta staðið
í skilum með afborganár og
keypt nýja og nýja hluti án
þess að staldra andartak við til
að spyrja sig til hvers.
Strit eiginmannanna er í
hrópandi mótsögn við iðjuleysi
eiginkvennanna. Taugaveiklun
gerir vart við sig, og þar sem
öryggisútrás vantar verða tíð-
um háskalegar sprengingar.
Það kemur í Ijós að siðmenn-
ingin er hvergi nærri örugg
vörn gegn frumstæðum hvöt-
um. Samhygð fólksins hættir
að segja til sín. Athöfnunum er
eingöngu stjórnað af eigin-
gjörnum hvötum — löngun í
forréttindi, nýja hluti, eigin-
konu nágrannans. Um leið og
fólkið hefur losað sig við bann-
helgihugmyndir púrítana hefur
það skapað sér ný kynferðis-
leg vandamál, og ný trúarleg
vandamál skjóta upp kollinum
hjá kynslóð sem ekki óttast
iengur eilífa útskúfun. Vitan-
lega er það einungis til góðs, að
mörgum gömlum fordómum hef-
ur verið varpað fyrir róða, en
um leið hefur fastri jörð verið
kippt undan fótunum svo að allt
jafnvægi raskast í þessari
tæknilega fullkomnu tilveru þar
sem minnsti samnefnari heitir
nú orðið ringulreið.
Hrottaleg áflog, nauðganir
37