Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 13

Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 13
SPEGILL,, SPELILL, HERH ÞÚ MÉR . ÚRVAL inum. „Skakkur fugl,“ sagði ég og andvarpaði, „reið hæna væri miklu nær lagi.“ Og blaðið hélt áfram: „Jæja, úr því að svo er, væri þá ekki skynsamlegt af yð- ur að fara í ldössun, nokkurs konar vorhreingerningu? Veljið leiðinlegan dag þegar þér eigið bágt með að trúa, að nokkurn tíma komi vor, farið eftir leið- beiningum okkar, gefið yður tíma til að fegra yður fullkom- lega og þér verðið eins og ný manneskja.“ Ég steingleymdi veðrinu og óuppbúnu rúmunum og hélt á- fram að lesa með áfergju. Klukkutíma seinna, þegar ég hafði lokið af bráðnauðsynleg- ustu húsverkum og arineldurinn logaði glatt í setustofunni, þakti ég eldhúsborðið með pottum, krukkum, smyrslabaukum, hár- meðalaglösum, naglaþjölum, skærum og augnabrúnaplokkur- um og hóf orrustuna. Ég löðraði hárið ólívuolíu og nuddaði hársvörðinn með heitu handklæði, þangað til höfuð- prýði mín hékk niður yfir and- litið í göndlum og flókum, svo að sjálf Medúsa hefði ekki þurft að skammast sín. „Þá eru það augnabrúnirnar“, muldraði ég um leið og ég at- hugaði listann í blaðinu. Það gat ekki gengið að hafa gler- augu meðan ég var að plokka þær, svo að ég tók þau af mér, en mér gekk þá lítið betur að koma auga á þessi fíngerðu, gisnu hár; þó lagði ég til orr- ustu við þau og starði að lokum efablandin á eldrauða, bólgna rák fyrir ofan augun. Það voru tvær kenningar um leirgrímu; önnur ráðlagði eggja- hvítu, hin mjúkan leir. Þar sem ég hafði bæði leirinn og eggja- hvítuna (en ekkert af fínni efn- um, eins og glyserín og rósa- vatn), hrærði ég þetta hvort tveggja saman í allvænt deig og byrjaði að maka því á mig. .„Ég má ekki hlæja,“ sagði ég ákveðin við sjálfa mig, þegar ég horfði á handaverk mín í speglinum, — „og heldur ekki æpa,“ bætti ég við, er ég sá samsullið þorna og verða að harðri skorpu á andlitinu á mér, og augun störðu dökk og ógn- þrungin langt innan úr djúpun- um og munnurinn var eins og örmjó rifa. Það var einmitt þá, sem ein- hver barði að dyrum. Ég hlust- aði spennt og hélt niðri í mér andanum og mér fannst ég einna líkust brjóstmynd úr gipsi. Hver gat þetta verið ? Við bjuggum úti í sveit, dálítið af- skekkt, og fengum sjaldan heimsóknir á morgnana. Litli hundurinn minn hafði hlaupið út að dyrum og gelti þar eins og óður væri. Ég stakk höfðinu hljóðlega út um for- stofudyrnar og hastaði á hann. Hann sneri sér við til að horfa á mig. Geltið dó út í hálsi hans og varð að aumkunarlegu, skerandi ýlfri um leið og hann skauzt sem örskot inn undir 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.