Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 7
I SÁLUFÉLAGI VIÐ PRIESTLEY
ég er talinn bera ábyrgð á, enda
þótt ég ráði ekkert við það,
spegli hugarástand mitt. Hvem-
ig á fólk að vita að andlit mitt
virðist eiga sér sjálfstæða til-
veru, að það fer af stað við
minnstu vísbendingu frá huga
mínum og heldur síðan áfram
háttalagi sem mér er mjög á
móti skapi.
Þetta er kaldhæðni örlaganna.
Það er engu líkara en andlit
mitt tilheyri manntegund sem
mér geðjast ekki að. Það er
leikaralegt og geðríkt, sendist í
sífellu öfganna á milli, enda
þótt ég kjósi jafnan hóf í hverj-
um hlut. Ég segi ekki að mér
sé gefin hin algera ró heim-
spekingsins, en hvað svo sem
kunningjar mínir, er látið hafa
blekkjast af andliti mínu, segja,
þá er ég enn síður maður heitra
tilfinninga, einn þeirra sem allt-
af þurfa að vera æstir út af
einhverju, sem ekki eru ánægðir
nema þeir séu á dýpsta botni
eymdar og volæðis, eða finnst
tilveran ömurleg af því að þeir
eru ekki í hrifningarástandi,
sem alltaf þurfa að vera brenn-
andi í þránni, alteknir ást eða
hatri, hlæjandi eða grátandi.
Það er ekki aðeins að ég fyrir-
líti slíka menn, heldur gæti ég
ekki líkt eftir þeim þó ég vildi.
Þær hræringar sem verða í geði
mínu rísa aldrei hátt og ekki
líklegt að þær taki nokkurn-
tíma stjórnina. Hrifning og ör-
vænting eru ekki kunningja-
konur mínar og ekki líklegt að
ÚRVAL
þær vitji mín, jafnrólegan sjó
og ég sigli dags daglega. Við-
horf mitt til meðbræðra minna
einkennist af uppburðarlausri
góðvild, stundum blandinni
kyrrlátri samúð, stundum á-
takalausri andúð. Jafnvel sú
manntegund, sem ætti þessa
stundina að vera með andlit
mitt, vekur aðeins hjá mér ó-
geð sem er víðsfjarri því að
jaðra við hatur. Þegar ég t. d.
vinn í spilum finn ég aðeins
til óljósrar gleði sem kannski
er örlítið krydduð sigurhrósi;
og þegar ég tapa, sem oft kem-
ur fyrir, er ég viss um að það
vekur ekki hjá mér sterkari til-
finningar en örlítinn vott von-
brigða. Ég hef sjálfsagt oftar
en einu sinni gert mig sekan um
ótugtarskap af einhverju tagi,
og kannski hef ég einhverntíma
unnið góðverk, en hetju eða
þorpara hef ég aldrei leikið. Ef
lífið er melódrama — eins og
það virðist óneitanlega vera
stundum — er ég viss um að í
því drama leik ég aðeins smá-
hlutverk. f stuttu máli: ég er
stríðalinn, makráður og svolítið
heimspekilega sinnaður karl-
maður, sem ekki hefur minnstu
löngun til að vekja sterkar til-
finningar og er blessunarlega
fátækur af slíkum tilfinningum
sjálfur.
Þannig er ég innvortis í raun
og veru. Útvortis er ég bersýni-
Iega allt öðruvísi, svo er um að
kenna andliti sem gefur al-
ranga mynd af mínum innra
5