Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 88

Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 88
TJRVALi ÁST OG GRÓÐUR „Kamelíur", sagði hún. „Ég fann frén." „Mér var farið að detta í hug að þér ætluðuð ekki að koma." „Ég vildi verða á undan. Mig lang- aði til að sjá það hvort sem þér kæmuð eða kæmuð ekki.“ „Hélduð þér að ég mundi ekki koma?“ Hún velti spurningunni fyrir sér andartak. Síðan sagði hún, og dökk augun urðu aftur eins og ílangir hrumknappar yfir hláleitum og vax- kenndum kamelíublómunum. „Nei. Eg vissi að þéf munduð koma.“ Þau gengu saman heim að húsinu. „Hvar funduð þér blómin? Það er orðið áliðið fyrir þau.“ „Bak við húsið,“ sagði hún. „Viss- uð þér ekki af þeim? Þér segist eiga þetta hús og samt —“ „Mig minnti að þau yxu hérna megin, á veggnum." „Einkennilegur maður,“ sagði hún. „Finnst yður þau ekki falleg?" Hann játti þvi, honum fannst þau falleg. Hann hafði ekki séð þau í mörg ár og það var líka langt síðan hann hafði komið inn í húsið; og um leið og hann tók stóru lykla- kippuna upp úr vasanum og fór að opna útidyrnar, sagði hann: „Ég vara yður við, hér er allt í niðurníðslu. Það er ekkert að sjá.“ Þegar hann ýtti hvitu hurðinni upp á gátt, kom í Ijós að hann hafði ekki farið með neinar ýkjur. Hann stóð í rúmgóða anddyrinu ásamt stúlkunni og horfði uppeftir stiganum. Stiginn var breiður og glæsilegur, og hafði einu sinni verið hvítur. Málverk höfðu hangið á veggjunum. Hann minntist þess, þeg- ar hann horfði á óupplitaða fer- hymingana eftir þau, að það höfðu verið þung og hátiðleg ættarmálverk. Þau höfðu sett tiginn svip á heim- ilið. En nú voru allar myndirnar horfnar, allur virðuleikablær og jafn- vel hálft stigariðið. Herinn hafði, eins og hans er venja, tekið stigariðið til eigin nota, sömuleiðis eina glugga- syllu og hillurnar beggja vegna við arininn, þar sem tebollamir höfðu verið geymdir. Hann hafði skilið eft- ir svört spor sem líktust marblett- um á berum stigaþrepunum. „Þarna sjáðið þér,“ sagði hann. Hann sneri sér hálfvegis við eins og hann ætlaði að fara út aftur. „Hvað er þarna inni?“ spurði hún. „Það var setustofan," sagði hann. Nú stóð þessi áletrun á hurðinni: „Sveitarforingi. Aðgangur bannað- ur.“ Gluggatjöld með gulum silkiskúf- um voru dregin fyrir gluggana. Hjá arninum voru festar upp nokkrar vélritaðar tilkynningar, daglegar fyrirskipanir eða þessháttar, og ein eða tvær höfðu fallið niður í eld- stóna, þar sem þær höfðu orðið sóti og regni að bráð. „Það er ekkert hér að sjá eins og ég sagði yður,“ sagði hann. „En uppi,“ sagði hún. „Hvað er uppi?“ Hann vissi, að það hlaut að vera sama ástandið uppi. Hann gekk á undan henni upp stigann og reyndi hvert þrep fyrir sér, áður en hann steig á það. Það sló á móti þeim gömlum rykmettuðum mygluþef. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.